Vill aðra útfærslu Dýrafjarðarganga
Jón Þórðarson, ferðamálafrömuður á Bíldudal, hefur lengi velt fyrir sér samgöngumálum í fjórðungnum og hvernig best megi tengja saman suður- og norðursvæði Vestfjarða. Hefur hann m.a. komið fram með aðrar hugmyndir en þær sem unnið er eftir í núgildandi samgönguáætlun. „Undanfarin ár og áratugi hefur samfélag mennta- og vísinda verið í uppbyggingu á Ísafjarðarsvæðinu og ef suðursvæðið á að lifa af er grundvallaratriði að við náum að tengja okkur samfélagi mennta- og vísinda. Það eru uppi raddir um að við á suðursvæðinu eigum frekar að beina sjónum okkar suðurávið, en ef leitað er í þá átt, þarf að fara alla leið á höfuðborgarsvæðið," segir Jón....
Meira