A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
05.11.2012 - 07:07 | visir.is

Þingeyrarkanna á Þjóðminjasafninu

Þingeyrarkannan.
Þingeyrarkannan.
« 1 af 2 »
Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í gær þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi.

Meðal muna sem fólk kom með var þýsk postulínskanna frá ofanverðri 19. öld var síðan keypt á Ebay á dögunum.

„Hún er myndskreytt verslunarhúsi á Þingeyri í Dýrafirði, með þessa fínu gyllingu, ljóni á haldinu," segir Hilmar Malmquist.
Verslunarmaðurinn á Þingeyri var þýskur og bróðir hans ljósmyndari, en myndin var gerð eftir ljósmyndinni. Hilmar grunaði að hún væri verðmæt, en fékk það staðfest hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins að líklega væri þetta eina kannan sinnar tegundar.
„Í menningarlegu tilliti er hún mjög verðmæt og í peningalegu tilliti er hún líka afar verðmæt." Hvaða upphæðir erum við þá að tala um? „Ég vil ekkert gefa upp í þeim efnum," segir Hilmar.
-Vatnsfjörður í Ísafirði- sem Vestfirska forlagið að Brekku í Dýrafirði gefur út.
-Vatnsfjörður í Ísafirði- sem Vestfirska forlagið að Brekku í Dýrafirði gefur út.

Í bókinni segir frá höfuðbólinu og kirkjustaðnum Vatnsfirði í Ísafjarðarsýslu eftir því sem gamlar heimildir greina.

Í sögum, skjölum, bréfum, annálum og öðrum heimildum frá eldri tíð, sem fylgt er í bókinni, er Vatnsfjörður í Ísafirði föst samsetning og má nefna dæmi úr kaupbréfi sem frú Ólöf Loftsdóttir ríka gerði árið 1469 „í skrifstofunni á Vatnsfjarðarstað í Ísafirði.“ Líklega liggur að baki þessari föstu skilgreiningu þörf á aðgreiningu milli Vatnsfjarðar í Ísafjarðarsýslu og Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu.

Í samsetningunni Vatnsfjörður í Ísafirði kemur fram skýr staðarákvörðun þar sem fjörðurinn Vatnsfjörður gengur tvímælalaust inn úr firðinum Ísafirði sem er innstur fjarða í Ísafjarðardjúpi og skiptir miklu máli í sögu Vatnsfjarðar. Ísafjörður var innan landnáms Snæbjarnar Eyvindarsonar, landnámsmannsins sem bjó í Vatnsfirði, og fram af botni Ísafjarðar var um aldir afréttarland kirkjunnar í Vatnsfirði. Bókarheitið Vatnsfjörður í Ísafirði var því valið í sögulegu ljósi með tilliti til landnýtingar og af virðingu fyrir hinni fornu nafnhefð sem skylt þótti að halda til haga.

            Ekki hvarflaði að höfundi að nafn bókarinnar gæti valdið reiði eða misskilningi nútímamanna fyrir þá sök að sjálfum firðinum Ísafirði yrði ruglað saman við þéttbýlisstaðinn Ísafjörð. Nú liggur fjölfarin þjóðbraut fyrir fjörðinn innst í Djúpi og staðarákvörðunin Vatnsfjörður í Ísafirði má því liggja alþjóð í augum uppi nú sem fyrr.
 

Guðrún Ása Grímsdóttir.

02.11.2012 - 05:11 | mbl.is

Herráð vaktar æðarvarpið

Herráðsfundur.  Þeir fá sér kaffisopa og gefa skýrslu eftir annasama nótt, Jón Gíslason frá Mýrum, Zófonías F. Þorvaldsson, bóndi á Læk, og Valdimar Gíslason, bóndi á Mýrum. Erfitt er að verja æðarvarpið fyrir tófunni.
Herráðsfundur. Þeir fá sér kaffisopa og gefa skýrslu eftir annasama nótt, Jón Gíslason frá Mýrum, Zófonías F. Þorvaldsson, bóndi á Læk, og Valdimar Gíslason, bóndi á Mýrum. Erfitt er að verja æðarvarpið fyrir tófunni.
« 1 af 3 »

• Heimildarkvikmynd um baráttu æðarbænda í Dýrafirði við refinn fer víða 

• Skylda að koma með vísu á morgunfund í herráðinu og smjörköku þegar við á

 „Tófan hefur breytt hegðan sinni og lífsháttum á seinni árum og þetta er ekki lengur lágfóta. Við höldum því fram sumir að við séum ekki lengur með þessa þjóðlegu íslensku tófu, hún sé orðin menguð af innfluttum dýrum,“ segir Zófonías F. Þorvaldsson, bóndi á Læk í Dýrafirði. Hann og Valdimar Gíslason, bóndi á Mýrum, skipuleggja sólarhringsvakt gegn tófunni og öðrum vargi á viðkvæmasta tíma æðarvarpsins. 

Heimildarkvikmynd sem gerð var um baráttu þeirra við refinn hefur farið víða.

...
Meira
Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri. T.v.:  er mynd úr Önundarfirði og t.h. er mynd úr Dýrafirði.
Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri. T.v.: er mynd úr Önundarfirði og t.h. er mynd úr Dýrafirði.
« 1 af 4 »

Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson í Sjólyst á Stokkseyri dvaldi í haust í þrjár vikur í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðingafélagsins að Sólbakka 6 á Flateyri og málaði vestfirska náttúru. Eiginkona Elfars Guðna, Helga Jónasdóttir var með í för.

 

Nú um helgina, á Safnahelgi Suðurlands, mun Elfar Guðni verða með sýningu á Vestfjarðamyndunum, sem hann nefnir Frá Djúpi til Dýrafjarðar, í sýningarsalnum í Svartakletti í Menningarverstöðinni á Stokkseyri. Opið verður  fö. 2. nóv.  lau. 3. nóv. og su. 4. nóv. kl. 14-18.

 

Sýningin verður síðan opin alla laugardaga og sunnudaga út nóvember kl. 14-18

Bjarni og Sylvía með dóttur sinni Kristbjörgu sem býr á Selfossi. Hér eru þau á Stokkseyrarbryggju í sumar.
Bjarni og Sylvía með dóttur sinni Kristbjörgu sem býr á Selfossi. Hér eru þau á Stokkseyrarbryggju í sumar.
Innilegustu þakkir til ykkar allra sem glöddu okkur um sl. helgi í tilefni af 80 ára afmæli okkar sem reyndar skall nú ekki á fyrr en eftir helgina 30. okt. en þá birtust á facebook fjölmargar kveðjur sem við þökkum af alhug.

Þegar ég leit yfir hinn föngulega hóp afkomenda okkar á laugardaginn þá fylltist ég ótrúlegri bjartsýni fyrir hönd okkar Íslendinga sem höfum allt til alls. Látum ekki bölmóð og öfund villa okkur sýn en horfum fram á veginn reynum að fyrirgefa þeim sem við teljum að hafi svikið okkur.

Einbeitum okkur að því að vera við sjálf standa við orð okkar og gerðir þá mun okkur vel farnast.

Kveðja Sylvía og Bjarni.
Frá Bjargtöngum að Djúpi - Nýr flokkur 5. bindi
Frá Bjargtöngum að Djúpi - Nýr flokkur 5. bindi
« 1 af 2 »

Meðal efnis í 5. bindinu, sem komið verður í bókaverslnair um 10. nóvember n.k. er þetta: 

 Bjarni Oddur Guðmundsson:

Skipasmiðir á Vestfjörðum 3. grein
 
Elfar Logi Hannesson:

Einstakir vestfirskir listamenn

Björn Ingi Bjarnason:

Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi

Einar Sigurbjörnsson:

„Lær sanna tign þín sjálfs“ Frá jarðarför Jóns forseta og Ingibjargar

Bjarni Einarsson:

Rauðakrossferð eldri borgara frá Vestfjörðum að Laugum í Sælingsdal

Bjarni Guðmundsson:

Í skóla sr. Eiríks „undir Gnúpi“
 
Emil Ragnar Hjartarson:

Kransinn í Önundarfirði 50 ára

Guðvarður Kjartansson:

Æskuminningar frá Flateyri

Kristinn Snæland:

Ástir kvikna á Ísafirði

Séra Jóhannes Pálmason:

Myndir og minningar úr Súgandafirði

Jóhann Hjaltason:

Virti hann meira vini en auð - um Magnús prúða í Ögri

Frá Ögurballi árið 2000.
.
Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri gefur út. 
Ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson.

29.10.2012 - 21:40 | skutull.is

Hálka á Hrafnseyrarheiði

Séð niður Hrafnseyrarheiði að norðanverðu 29. október 2012
Séð niður Hrafnseyrarheiði að norðanverðu 29. október 2012
« 1 af 2 »
Tíðinda er von í veðri á næstu dögum, spáð er snjókomu og NA-átt og má því búast við að færð fari að þyngjast.
Fjallvegurinn yfir Hrafnseyrarheiði sem liggur hæst í 550 m hæð er nú orðinn nokkuð klakaður og af meðfylgjandi mynd að dæma, sem tekin var í dag borgar sig að vera á vel negldum dekkjum sé ætlunin að leggja í langferð. Með þessari frétt fylgir einnig mynd sem tekin var í Kinninni 14. apríl 2008 en þá var vegurinn nýopnaður. Yfir myndina er blandað mynd frá haustinu áður.

Hrafnseyrarheiði er einn fárra vegkafla á Íslandi þar sem vetrarþjónusta tekur mið af svokallaðri G-reglu en þá er vegurinn hreinsaður tvisvar í viku, haust og vor og fer eftir veðurfari hversu lengi er haldið opnu fram eftir hausti en þó ekki lengur en til 5. janúar sé snjólétt. Að jafnaði er farið að huga að opnun aftur um 20. mars. Síðastliðinn vetur var vegurinn lokaður venju fremur lengi, frá 13. desember til síðasta vetrardags 18. apríl.
29.10.2012 - 06:54 | bb.is

Nýtt vikublað lítur dagsins ljós

Blaðinu verður dreift inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum.
Blaðinu verður dreift inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum.
Nýtt vikublað lítur dagsins ljós á norðanverðum Vestfjörðum í vikunni. Blaðið, sem fengið hefur nafnið  Hringiðan,  mun að mestu vera helgað menningu, listum, dægurmálum á svæðinu auk þess sem þar verður hægt að nálgast yfirlit yfir viðburði vikunnar. Blaðinu verður dreift án endurgjalds inn á öll heimili á svæðinu frá Þingeyri að Súðavík. Blaðið er gefið út af Gúttó ehf., á Ísafirði, sem ennfremur gefur út fréttablaðið Bæjarins besta og rekur fréttavefinn bb.is. Lísbet Harðar-Ólafardóttir mun sjá um að glæða síður blaðsins líf. 

Lísbet segist njóta góðs af því hversu öflugt lista- og menningarlíf sé á svæðinu. „Blaðið mun að mestu leyti fjalla um það sem er skemmtilegt og uppbyggjandi og er þess vert að fara út úr húsi að sækja. Af nægu er að taka í þeim efnum á svæðinu og ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að verða uppiskroppa með efni,“ segir Lísbet. Hún segir viðbrögðin hafi verið mjög jákvæð og jafnt heimafólk og brottfluttir Vestfirðingar hafi verið tilbúnir að leggja hönd á plóg. 

„Menntaskólinn á Ísafirði verður með fastan dálk í blaðinu sem Arnheiður Steinþórsdóttir sér um. Þá munu brottfluttir Vestfirðingar hafa sitt fasta pláss, veglegt viðburðadagatal verður í blaðinu sem og viðtöl við skemmtilega einstaklinga. Það er því fjölbreytt og skemmtilegt efni væntanlegt í vikulokin,“ segir Lísbet. 

Ábendingar um skemmtilegt og áhugavert efni er hægt að senda á Lísbeti í netfangið lisbet@bb.is. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa að nýta sér blaðið er bent á Halldór Sveinbjörnsson á netfanginu halldor@bb.is eða í síma 456 4560.
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31