A A A
  • 1986 - varð kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir les upp á morgun að Gljúfrasteini kl. 16.
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir les upp á morgun að Gljúfrasteini kl. 16.
Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 16. des. á síðasta upplestri ársins. Lesturinn hefst kl. 16 og er aðgangur ókeypis.

Höfundarnir eru Stefán Pálsson, Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir, Huldar Breiðfjörð og Kristín Steinsdóttir. Stefán les upp úr bókinni ð ævisaga, Vilborg upp úr Vígroða, Huldar Breiðfjörð upp úr ljóðabókinni Litlir sopar og Kristín Steinsdóttir upp úr Bjarna-Dísu. Frekari upplýsingar um Gljúfrastein og þá viðburði sem boðið er upp á í húsinu má finna á vefsíðunni gljufrasteinn.is.
Hjólabókin Vesturland eftir Ómar Smára Kristinsson.
Hjólabókin Vesturland eftir Ómar Smára Kristinsson.
Hjólabókin um Vesturland er nú loksins komin út hjá Vestfirska forlaginu, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af hjólreiðafólki og fleirum. Búið er að dreifa bókinni um allt land. Í fyrstu Hjólabókinni var fjallað um Vestfirði. Það var tímamótaverk.

Nú fjallar Ómar Smári um Vesturland á sama hátt og síðan koma aðrir landshlutar í fyllingu tímans. Þetta eru bækur sem henta öllum sem ferðast um landið, hvort sem þeir eru hjólandi, gangandi eða akandi. Vandaður leiðarvísir sem á sér enga hliðstæðu hér á landi....
Meira
Frá Bókamessu á Cafe Catalina 4. desember s.l.
Frá Bókamessu á Cafe Catalina 4. desember s.l.
« 1 af 15 »

Bókamessa Vestfirska forlagsins á Þingeyri verður á Cafe Catalina í Kópavogi í kvöld, fimmtudaginn 13. des. kl. 20.

 

Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum:

Guðrún Ása Grímsdóttir kynnir bókina Vatnsfjörður í Ísafirði, Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Lárus Jóhannsson með  Andvaka, lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynna; Guðvarður Kjartansson, Emil R. Hjartarson, og Kristinn Snæland, Lýður Árnason kynnir bók sína Svartir túlípanar og Ólafur J. Engilbertsson með Æfiágrip Kolbeins í Dal.

12.12.2012 - 09:07 | JÓH

Jólatrjáasala á Söndum

Frá Söndum árið 2010. Mynd: Sæmundur Þorvaldsson.
Frá Söndum árið 2010. Mynd: Sæmundur Þorvaldsson.
Skógræktarfélag Dýrafjarðar býður fólki að höggva sér jólatré í skógarreit félagsins á Söndum, sunnudaginn 16.desember milli kl. 13:00 og 15:30. Athugið að ekki er hægt að næla sér í tré á öðrum tímum enda er reiturinn útivistarsvæði. Hægt er að höggva sitkagreni og stafafuru og kostar hvert tré 5000 kr. (staðgreitt í seðlum). Einnig er hægt að klippa greinar. Aðkoma að svæðinu er af Brekkuhálsi en það er einnig hægt að aka hesthúsamegin frá. Ef það snjóar dagana á undan getur vegur verið erfiður öðrum en jeppum. Heitt kakó og piparkökur verður á staðnum!
11.12.2012 - 23:15 | BIB

Vestfirðir- ljósmyndabókin komin út

« 1 af 2 »
Ljósmyndabókin Vestfirðir, sem hefur verið í vinnslu síðastliðið ár, er komin út og  fer í almenna sölu á morgun.

Fyrst um sinn verður hún fáanleg í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og í Mál og menningu, Reykjavík. svo munu fleiri útsölustaðir bætast við næstu daga.

Bókin er öll hin glæsilegasta og eru tugir Vestfirðinga sem eiga myndir í bókinni.

Umsjón með útgáfunni hafði Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn Eyþór Jóvinsson.


Dýrfirðingarnir Olgeir Jónsson og Sævar Gunnarsson voru ánægðir á vestfirsku Bókamessunni.
Dýrfirðingarnir Olgeir Jónsson og Sævar Gunnarsson voru ánægðir á vestfirsku Bókamessunni.
« 1 af 10 »

Bókamessa Vestfirska forlagsins var í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi, fimmtudaginn 6. des. og var frábær stemmning

.

Þar voru kynntar og lesið úr þessum bókum:

Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, 

Frá Bjargtöngum að Djúpi kynnir Björn Ingi Bjarnason,

Ólafur Helgi Kjartansson segir nokkrar Mishlýjar örsögur að vestan,

Valgeir Ómar Jónsson kynnir Fótungatal frá Sigga Salahúsi í Folafæti 

og Lýður Árnason kynnti bók sína Svartir túlipanar.

07.12.2012 - 20:26 | BIB

Leitin að dýrfirska jólasveininum

Jólasveinn á heimslóð í Dýrafirði.
Eitt af jólakortum Vestfirska forlagsins að Brekku í Dýrafirði.
Jólasveinn á heimslóð í Dýrafirði. Eitt af jólakortum Vestfirska forlagsins að Brekku í Dýrafirði.
Leitin að dýrfirska jólasveininum fer fram í reit Dýrfirðingafélagsins í Heiðmörk laugardaginn 8. desember kl. 13:30 - 15:00 

Boðið verður upp á kakó með rjóma og piparkökur.

Dýrfirðingar nær og fjær, mætum öll, stór og smá, kannski finnum við jólaskapið um leið og dýrfirska jólasveininn.
« 1 af 2 »
Hjá Vestfirska forlaginu er komin út bókin Þrautaverkefni fjölskyldunnar, jólahefti, eftir Björk Gunnarsdóttur kennara frá Bolungarvík. Hér er um að ræða allskonar þrautir, gátur, krossgátur, völundarhús og sjónhverfingar svo eitthvað sé nefnt.

Gömlu góðu gáturnar svo sem eins og Hvað hét hundur karls,  Hver er sá veggur, Hvað er það sem hoppar og skoppar, svo dæmi séu nefnd og allir lærðu í gamla daga, eru hér rifjaðar upp....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30