A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
Dýrfirðingar á Bókamessunni á Cafe Catalina
Dýrfirðingar á Bókamessunni á Cafe Catalina
« 1 af 12 »

Vel heppnuð Bókamessa á Cafe Catalina þann  4. des.  2012

Þar voru kynntar og lesið úr þessum bókum:
 
Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Lárus Jóhannsson með  Andvaka, lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir með barnabækurnar Hlunkarnir og Klubbarnir,  Frá Bjargtöngum að Djúpi kynntu; Bjarni Guðmundsson, Emil R. Hjartarson, og Kristinn Snæland. Lýður Árnason kynnti bók sína Svartir túlípanar.

...
Meira
« 1 af 2 »
Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára.
Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.

Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látinn 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.


Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem nýlega er komið út, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir í Reykjavík 4. maí 1890.
Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson.  Fæddur 5. desember 1874.
Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson. Fæddur 5. desember 1874.
« 1 af 4 »
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt fæddist í Ytri-Húsum í Dýrafirði 5. desember 1874. Hann var sonur Ólafs Zakaríassonar, bónda þar, og Veróníku Jónsdóttur húsfreyju.

Rögnvaldur byrjaði nám nokkuð seint og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1900, 25 ára gamall. Hann fór til Kaupmannahafnar til að stunda nám í húsagerðarlist í Det Tekniske Selskabs Skole 1901-1904. Hann lauk ekki námi vegna veikinda og sneri heim með berkla sem hann háði baráttu við æ síðan og áttu eftir að draga hann til dauða aðeins 42 ára að aldri.

...
Meira
Frá Bókamessu Vestfirðinga í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi fyrir nokkrum árum.
Frá Bókamessu Vestfirðinga í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi fyrir nokkrum árum.
« 1 af 2 »

Bókamessa Vestfirska forlagsins verður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi fimmtudaginn 6. des. kl. 20.

 

Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum:

Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynnir Björn Ingi Bjarnason, Ólafur Helgi Kjartansson segir nokkrar Mishlýjar örsögur að vestan, Valgeir Ómar Jónsson kynnir Fótungatal frá Sigga Salahúsi í Folafæti og Lýður Árnason kynnir bók sína Svartir túlipanar



03.12.2012 - 22:39 | JÓH

Nýr vefur Þingeyrarprestakalls

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
Í gærdag, fyrsta sunnudag í aðventu, opnaði nýr vefur Þingeyrarprestakalls. Þar er meðal annars skrifað: "Á þessum vef munu birtast fréttir og myndir af kirkjustarfinu í Þingeyrarprestakalli. Hér er líka að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, fermingarbörn og foreldra þeirra og auðvitað alla hina líka. Þá er að finna fróðleik um prestakallið, sóknir þess, kirkjur, kirkjugarða og forna aflagða kirkjustaði." Þá eru þeir sem eiga myndir af kirkjum prestakallsins eða öðru tengdu efni, hvattir til að hafa samband við sr. Hildi Ingu Rúnarsdóttur, sóknarprest í Þingeyrarprestakalli. Vefinn er að finna á slóðinni www.kirkjan.is/thingeyri, en einnig er hægt að smella á mynd af kirkjunni hér vinstra megin í valmynd Þingeyrarvefsins til að opna heimasíðuna.
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir verður með aðventutónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri, fimmtudaginn 6.desember kl.20:00. Karlakórinn kemur að þessu sinni fram með barnakór og skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, og efnisskráin er mjög fjölbreytt. Stjórnendur kóranna eru Beáta Jo og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, meðleikari er Margrét Gunnarsdóttir. Dýrfirðingurinn Sigmundur F. Þórðarson er í stjórn karlakórsins Ernis og segist, í samtali við Þingeyrarvefinn, vonast til að sjá sem flesta sveitunga sína í Félagsheimilinu á fimmtudaginn: „Það var góð mæting á jólatónleikana í fyrra og mér fannst sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margt ungt fólk kom. Þessir tónleikar höfða líka til yngri kynslóðarinnar og sérstaklega núna þegar við erum að syngja með Tónlistarskóla Ísafjarðar". Að venju er aðgangur á jólatónleikana ókeypis, og er þeim sem ekki komast á fimmtudaginn, bent á að Karlakórinn verður einnig með tónleika í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 17:00.
Reynir Ingibjartsson mun kynna og lesa úr ævisögu Dýrfirðingsins Kristínar Dahlstedt.
Reynir Ingibjartsson mun kynna og lesa úr ævisögu Dýrfirðingsins Kristínar Dahlstedt.
« 1 af 4 »

Bókamessa Vestfirska forlagsins á Þingeyri verður á Cafe Catalina í Kópavogi þriðjudaginn 4. des. kl. 20.

 

Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum:

Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Lárus Jóhannsson með  Andvaka, lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir með barnabækurnar Hlunkarnir og Klubbarnir, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynna; Bjarni Guðmundsson, Emil R. Hjartarson, og Kristinn Snæland og Lýður Árnason kynnir bók sína Svartir túlípanar.

F.v.: Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins og Sævar Gunnarsson.
F.v.: Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins og Sævar Gunnarsson.

Dýrfirðingurinn, Sævar Gunnarsson á Selfossi,  hlaut á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Sævar hefur verið í námi hjá Fræðslunetinu á Selfossi 2010 – 2012. Hann byrjaði á því að fara í raunfærnimat í húsasmíði og fékk þar 54 einingar metnar sem er afar góður árangur.  


Að því loknu fór í hann Grunnmenntaskóla og Nám og þjálfun; sótti auk þess fjarnám við aðra skóla bæði að sumri sem vetri og stundaði nám við FSu sem lauk með því að hann fékk sérstaka viðurkenningu frá skólanum þar sem hann fékk 10 í einkunn fyrir verkelaga hlutann á sveinsprófi.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31