A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
23.12.2012 - 21:06 | ruv.is,BIB

Grásleppa í forrétt, skata í aðalrétt

Bollastaðir í Kjós.
Bollastaðir í Kjós.
« 1 af 2 »

Ragnar Gunnarsson, brottfluttur Vestfirðingur/Dýrfirðingur sem býr nú í Kjósinni, eldaði skötuna utandyra í blíðunni í dag og bauð stórfjölskyldunni að njóta með sér. Einnig bauð hann uppá signa grásleppu, sem hann segir rúsínuna í pylsuendanum.

Höfuð fjölskyldunnar fagnaði því að fá loksins eitthvað almennilegt að borða. Börnin fengu ýsu með tómatssósu og unga fólkið dauðsá eftir því að hafa ekki kippt með sér skyndibita til að laumast í þegar enginn sæi til.

Sjá má frétt RUV hér:  http://ruv.is/sarpurinn/frettir/23122012-26      

Bjarkar Snorrason í Brattsholti opnar hér nýjustu Bjargtangabókina.
Bjarkar Snorrason í Brattsholti opnar hér nýjustu Bjargtangabókina.
« 1 af 5 »
Bókaflokkurinn hjá Vestfirska forlaginu -Frá Bjargtöngum að Djúpi- er lesinn víða um land og nýtur mikilla vinsælda.
Dæmi um slíkt er Bjarkar Snorrason, veðurbóndi að Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna, sem les allar bækurnar að vestan upp til agna.

Þessi vísa segir margt: 
Bjargtangana blessar hér
Brattsholts veðurrýnir.
Margar sögur mætar sér
mannlífskaflar fínir.
Dýrfirðingurinn Guðmundur Hermannsson í hópi Önfirðinga í Skötuveislu á Cafe Catalina í fyrra.
Dýrfirðingurinn Guðmundur Hermannsson í hópi Önfirðinga í Skötuveislu á Cafe Catalina í fyrra.
« 1 af 5 »
Að venju verðum við á Cafe Catalina í Kópavogi með hið margrómaða vestfirska skötuhlaðborð á Þorláksmessu, sunnuudaginn 23. des. 2012.
Skata, tindabykkja, saltfiskur, plokkfiskur, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð.
.
Húsið opnar kl. 11:00 og veislan hefst kl. 11:30 og stendur til kl. 14:00
Síðan verður aftur sköruveisla síðdegis frá kl. 18:00 - 20:00
.
Verð aðeins kr. 3.500
Allir hjartanlega velkomnir
19.12.2012 - 07:03 | BIB

Í skóla sr. Eiríks „undir Gnúpi“

Bjarni Guðmundsson á Cafe Catalina á Bókamessu Vestfirska forlagsins á dögunum.
Bjarni Guðmundsson á Cafe Catalina á Bókamessu Vestfirska forlagsins á dögunum.
« 1 af 3 »
Meðal bóka Vestfirska forlagsins þetta árið er Frá Bjargtöngum að Djúpi sem er 5. bókin í nýjum flokki en áður voru komnar út 20 bækur í fyrra flokki.

Meðal efnis í Bjargtöngunum nú er sérlega skemmtileg og fróðleg frásögn Dýrfirðingasins Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri þar sem hann lýsir veru sinni í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði.

Upphaf greinarinnar má sjá undir meira....
Meira
F.v.: Sigmundur Sigurgeirsson, Ólafur Helgi Kjartansson og Björn Ingi Bjarnason.
F.v.: Sigmundur Sigurgeirsson, Ólafur Helgi Kjartansson og Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 4 »
Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri og Sunnlenska fréttablaðið buðu til verðlaunakrossgátu í minningu Hafliða Magnússonar. Krossgátan var eftir Hafliða sem samdi krossgátur fyrir Sunnlenska fréttablaðið í áratug. Hafliði Magnússon lést 25. júní 2011 en hann var alla tíð einn traustasti garpurinn í áhöfn Vestfirska forlagsins á Þingeyri. 

Mjög góð þátttaka var og í dag var dregið um vinningshafana 17. Um það sáu Sigmundur Sigurgeirsson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi og Björn Ingi Bjarnason, hjálparkokkur Vestfirska forlagsins á Eyrarbakka. Verðlaunin eru allar bækur Vestfirska forlagsins árið 2012 og að auki hefti 1. – 6. af Basil fursta. Nöfn vinningshafa verða birt í Sunnlenska fréttablaðinu sem kemur út miðvikudaginn 19. des. n.k.


Rækjur og krydd
Rækjur og krydd
Starfsfólk á Laufási vill minna á fyrir hátíðarnar að við erum með til sölu, dýrindis rækjur og krydd. Hægt er að koma við á opnunartíma leikskólans eða hringja í 450-8270. Einnig er hægt að hringja eftir lokun í Daðey 867-1699 sem bregst vel við og getur afgreitt þig við fyrsta tækifæri.
Frá Bókamessunni 13. des. s.l.
Frá Bókamessunni 13. des. s.l.
« 1 af 17 »
Mjög vel lukkuð vestfirsk Bókamessa var á Cafe Catalina í Kópavogi þann 13. des.  s.l. og var þetta síðasta bókamessan af þremur í bókaflóði Vestfirska forlagsins fyrir jólin.

Þar voru kynntar og lesið úr þessum bókum:
Guðrún Ása Grímsdóttir kynnti bókina Vatnsfjörður í Ísafirði, Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Lárus Jóhannsson með  Andvaka, lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynntu; Guðvarður Kjartansson, Emil R. Hjartarson, og Kristinn Snæland, Lýður Árnason kynnti bók sína Svartir túlípanar og Ólafur J. Engilbertsson með Æfiágrip Kolbeins í Dal.

 
Bækurnar að vestan 2012 frá -   Vestfirska forlaginu 
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
« 1 af 2 »
Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára. 
Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804.  Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.
Ingibjörg var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést 7. desember 1879. Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem nýlega er komið út, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. maí 1890.

Bækurnar að vestan 2012 frá -   
Vestfirska forlaginu 
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31