29.11.2012 - 10:02 | Tilkynning
Tillaga að starfsleyfi fyrir Dýrfisk
Athygli Dýrfirðinga og annarra skal vakin á tillögu að starfsleyfi fyrir Dýrfisk ehf. fyrir fiskeldi í Dýrafirði. Tillagan liggur frammi í söluskála N1 á Þingeyri, útibúi Landsbankans og í Þingeyrarlaug. Einnig liggur hún frammi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Tillöguna og fylgiskjöl hennar má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar, nánar til tekið hér. Skilafrestur athugasemda er til 3. janúar 2013.