A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
29.03.2013 - 11:07 | Tilkynning

Helgihald á páskum

Þingeyrarkirkja
Þingeyrarkirkja
Á páskadag verður hátíðarguðþjónusta í Þingeyrarkirkju kl. 9:00. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á morgunverð í félagsheimilinu. Í Mýrakirkju verður hátíðarmessa kl. 14:00 á páskadag. Frá þessu er sagt á vef Þingeyrarprestakalls.
29.03.2013 - 10:47 | Tilkynning

Íþróttadagur á morgun

Frá leikjadegi í íþróttahúsinu á Þingeyri.
Frá leikjadegi í íþróttahúsinu á Þingeyri.
Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir leikjadegi í íþróttahúsinu á Þingeyri á morgun, laugardaginn 30.mars, milli kl. 10:00 og 15:00. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir, og meðal annars leitað að páskaeggjum. Kl. 15:00 ætlar Dýrfirðingurinn Guðni Páll Viktorsson að mæta í íþróttamiðstöðina og kynna fyrirhugaða ferð sína í kringum landið á kayak. Mætum öll og höfum gaman saman!
27.03.2013 - 21:53 | Tilkynning

Simbahöllin opin um páskana

Simbahöllin verður opin alla dagana um páskana.
Simbahöllin verður opin alla dagana um páskana.
Simbahöllin verður opin um páskana, frá og með fimmtudeginum 28.mars (skírdag) til sunnudagsins 31.mars (páskadags). Kaffihúsið verður opið alla dagana frá kl. 12:00 - 18:00 en auk þess verður barinn opinn frá kl. 20:00 til miðnættis á skírdag, og frá kl. 20:00 á laugardagskvöld. Gestir geta meðal annars gætt sér á súpu, belgískum vöfflum, kökum, kaffi og fleiru góðgæti. Þá fer hið árlega páskabingó fram í Simbahöllinni á laugardag kl. 21:00, þar sem spennandi verðlaun eru í boði, og á sunnudag verður boðið upp á harmonikkutónlist frá kl. 14:00. Hér er hægt að fylgjast með Simbahöllinni á Facebook.
Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Einmánuður, síðasti mánuður vetrar, hefst nú á þriðjudegi  20. til 26. mars en 10. mars til 16. mars í gamla stíl fyrir 1700. 
Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í elstu heimildum í tengslum við hreppssamkomu þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. 
Einmánuður er helgaður piltum og harpa stúlkum á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur áttu þorra og góu. Fyrsti dagur einmánaðar hefur verið kallaður  “yngismannadagur”  á síðustu öldum, og áttu stúlkur að fagna honum. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. ...
Meira
25.03.2013 - 20:38 | BIB

25. mars 2013 - góuþrællinn

Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Góuþræll er nefndur síðasti dagur góu og var í gamansemi að ánafna hann þeim konum sem með einhverjum hætti þóttu hafa gert sig berar að lauslæti. 
Áður og fyrr höfðu menn illan bifur á góuþrælnum vegna veðurfars, einkum á Suðurlandi.  Annálar á 17. öld minnast oftsinnis á illviðri og mannskaða á góuþræl. 

Mjög slæmt þótti að góuþrællinn færi saman við boðunardag Maríu 25. mars enda orti Bólu-Hjálmar: 

Vottur er það varla góðs 
veðurátt mun kælin 
þá boðunarhátíð besta fljóðs 
ber á góuþrælinn.
22.03.2013 - 07:07 | BIB

Dýrfirðingar á sigurbraut

Sigurlið Dýrfirðingaqfélagsins í gærkvöldi.
Sigurlið Dýrfirðingaqfélagsins í gærkvöldi.
Átta liða úrslitin í Spurningakeppni átthagafélaganna í gærkvöldi voru æsispennandi og eru Dýrfirðingar enn á glæsilegri sigurbraut. 

Nú bíða allir spenntir eftir fjögurra liða úrslitunum en þá munu keppa liðin sem sigruðu í gærkvöldi:
 

Skaftfellingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Norðfirðingafélagið - Dýrfirðingafélagið
Sigurliðið Dýrfirðingafélagsins: F.v.: Jóhann V. Gíslason, Gyða Hrönn Einarsdóttir og Torfi Sigurðsson.
Sigurliðið Dýrfirðingafélagsins: F.v.: Jóhann V. Gíslason, Gyða Hrönn Einarsdóttir og Torfi Sigurðsson.
« 1 af 4 »
Í kvöld, fimmtudaginn 21. mars 2013, mætast þau átta lið sem komust áfram úr fyrri umferðum. 
Keppnin fer fra í Breiðfirðingabúð í Reykjavík, Faxafeni 14 - ofan við Bónus- og hefst kl. 20:00
Verum dugleg að mæta og hvetja okkar lið, nágranna eða aðra þá sem við höldum með af einskærri tilviljun!
Aðgangseyrir 500 krónur

Í kvöld keppa:
Húnvetningafélagið - Norðfirðingafélagið
Árnesingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Dýrfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna
20.03.2013 - 22:33 | KLR

Árshátíð Grunnskólans

Nú er komið að hinni árlegu árshátíðar sýningu Grunnskólans á Þingeyri
Árshátíðarsýningar nemenda verða sem hér segir:

Fimmtudaginn 21. mars kl. 10:00 - fyrri sýning
Fimmtudaginn 21. mars kl. 19:30 - seinni sýning
AÐGANGSEYRIR ER 1000 KR. FYRIR 16 ÁRA OG ELDRI.
DAGSKRÁIN TEKUR U.Þ.B. 2 KLST.
Vonandi sjáum við sem flesta
Nemendur G.Þ.
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31