29.03.2013 - 10:47 | Tilkynning
Íþróttadagur á morgun
Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir leikjadegi í íþróttahúsinu á Þingeyri á morgun, laugardaginn 30.mars, milli kl. 10:00 og 15:00. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir, og meðal annars leitað að páskaeggjum. Kl. 15:00 ætlar Dýrfirðingurinn Guðni Páll Viktorsson að mæta í íþróttamiðstöðina og kynna fyrirhugaða ferð sína í kringum landið á kayak. Mætum öll og höfum gaman saman!