27.03.2013 - 21:53 | Tilkynning
Simbahöllin opin um páskana
Simbahöllin verður opin um páskana, frá og með fimmtudeginum 28.mars (skírdag) til sunnudagsins 31.mars (páskadags). Kaffihúsið verður opið alla dagana frá kl. 12:00 - 18:00 en auk þess verður barinn opinn frá kl. 20:00 til miðnættis á skírdag, og frá kl. 20:00 á laugardagskvöld. Gestir geta meðal annars gætt sér á súpu, belgískum vöfflum, kökum, kaffi og fleiru góðgæti. Þá fer hið árlega páskabingó fram í Simbahöllinni á laugardag kl. 21:00, þar sem spennandi verðlaun eru í boði, og á sunnudag verður boðið upp á harmonikkutónlist frá kl. 14:00. Hér er hægt að fylgjast með Simbahöllinni á Facebook.