A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
Nýjasta heftið um Basil fursta komið út hjá hinu óviðjafnanlega Vestfirska forlagi
Nýjasta heftið um Basil fursta komið út hjá hinu óviðjafnanlega Vestfirska forlagi
Vofan í gullnámunni nefnist nýjasta heftið í ritröðinni um Basil fursta.
Þetta er 7. heftið sem Vestfirska forlagið endurútgefur um hinn óviðjafnanlega Basil, sem kemur upp um glæpi og spillingu hvar sem þeir verða á  vegi hans. Í sögunni um vofuna í gullnámunni fara þeir Basil fursti og þjónn hans, Sam Foxtrot kvennagull, alla leið til Mexikó. Þar lenda þeir í ýmsum ævintýrum að vanda, meðal annars eiga þeir í höggi við Whisky-Jack sem er nú ekkert lamb að leika við frekar en aðrir í kringum hann. Leyndardómsfull gullnáma kemur við sögu og svo bjarga þeir auðvitað fallegu indíánastúlkunni. Sem sagt allt í hefðbundnum stíl og það góða sigrar að lokum.


Og furstinn þérar alla, háa sem lága, eins og hann er vanur. Þeir sem þurfa að kynna sér þéringar ættu að fletta upp 
í Basil fursta heftunum.
17.03.2013 - 23:11 | BIB

Stjörnuskoðun á Þingeyri

Við Dýrafjörð í kvöld. Ljósm.: Jón Sigurðsson.
Við Dýrafjörð í kvöld. Ljósm.: Jón Sigurðsson.
Um 20 manns mættu í stjörnuskoðun hér á Þingeyri og fengu að dást að halastjörnunni Panstarrs.
Tók smá tíma að finna hana en eftir að hún var fundin setti ég tölvustýrða sjónaukann á hana og týndum henni ekki eftir það. Þegar myrkur var orðið meira sáu hana allir með berum augum stórir sem smáir.
Skemmtileg upplifun fyrir alla.
Jón Sigurðsson á Þingeyri á Facebook-síðu sinni. 
13.03.2013 - 23:04 | bb.is,BIB

Landsliðskona í strandblaki frá Þingeyri

Laufey á smáþjóðaleikunum á Kýpur.
Laufey á smáþjóðaleikunum á Kýpur.
Þingeyringurinn Laufey Björk Sigmundsdóttir úr HK hefur verið valin í kvennalið Íslands í strandblaki sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Lúxemborg í lok maí. Hún keppir með Lilju Jónsdóttur úr Stjörnunni. Þess má geta að kærasti Laufeyjar, Emil Gunnarsson, hefur verið valinn í karlaliðið sem tekur þátt í leikunum.

„Ég prófaði strandblakið í lýðháskóla í Danmörku árið 2004 og byrjaði síðan að leika mér í þessu heima árið eftir....
Meira
Á myndinni er Dýrfirðingurinn Bjarni GUðmundsson  að spjalla við gesti á Ólafsdalshátíð fyrir nokkrum árum.
Á myndinni er Dýrfirðingurinn Bjarni GUðmundsson að spjalla við gesti á Ólafsdalshátíð fyrir nokkrum árum.
Fergusonfélagið og Landbúnaðarsafn Íslands boða til fundar um ofangreint efni í félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 20.30 á þriðjudagskvöldið, 12. mars.

Sigurður Skarphéðinsson formaður Fergusonfélagsins kynnir þetta merka félag og Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landbúnaðarsafni Íslands og kennari á Hvanneyri, fjallar um efnið í máli og myndum....
Meira
Á æskuslóðum við Djúp kemur út að nýju hjá Vestfirska forlaginu.
Á æskuslóðum við Djúp kemur út að nýju hjá Vestfirska forlaginu.
« 1 af 2 »
„Þetta er maður sem er alinn upp þarna. Tryggvi var sonur Þorsteins Jóhannessonar prests í Vatnsfirði. Þessi bók hefur fengið mjög góða dóma, hann gaf hana út fyrir nokkrum árum og um endurútgáfu er að ræða,“ segir Hallgrímur Sveinsson ritstjóri Vestfirska forlagsins, en forlagið gefur nú út bókina -Á æskuslóðum við Djúp- eftir Tryggva Þorsteinsson, en þar segir Tryggvi frá æsku sinni og uppvexti í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Þar var faðir hans prestur um langa hríð. Þá segir einnig frá menntaskólaárunum sínum í Reykjavík. 

„Þetta eru hugljúfar og vel skrifaðar minningar og jafnframt merkileg heimild um lífið á Vatnsfjarðarstað og við Ísafjarðardjúp á uppvaxtarárum höfundar,“ segir Hallgrímur.
07.03.2013 - 21:14 | BIB

-Frá Djúpi til Dýrafjarðar-

Sigríður J. Valdimarsdóttir frá Núpi  við eina af myndum Elfars Guðna úr Dýrafirði.
Sigríður J. Valdimarsdóttir frá Núpi við eina af myndum Elfars Guðna úr Dýrafirði.
« 1 af 5 »
Mjög góður rómur var gerður að málverkasýningu Elfars Guðna Þórðarsonar -Frá Djúpi til Dýrafjarðar- í veitingahúsinu Cafe Catalina að Hamraborg í Kópavogi sunnudaginn 3. mars sl. 

Á sýningunni eru Vestfjarðamyndir sem Elfar Guðni málaði sl. haust þegar hann dvaldi að Sólbakka 6 á Flateyri.

Sýningin heldur áfram í sýningarsal Elfars Guðna í Menningarverstöðinni á Stokkseyri og er opið allar helgar. 
06.03.2013 - 19:21 | Morgunblaðið,BIB

Dýrfirska Fjallkonan með nútímalegar hugmyndir

Guðjón Friðriksson við Laugaveg 20b en þar rak Kristín Dahlstedt eitt glæsilegasta veitingahús sitt. Rýmið var stórt, klætt speglum, tónlistin lifandi og þjónarnir voru klæddir einkennisbúningum
Guðjón Friðriksson við Laugaveg 20b en þar rak Kristín Dahlstedt eitt glæsilegasta veitingahús sitt. Rýmið var stórt, klætt speglum, tónlistin lifandi og þjónarnir voru klæddir einkennisbúningum
« 1 af 6 »
Þeir sem heyra sögu veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt úr Dýrafirði sammælast um að hún teljist til merkra Íslendinga sem hafa sett svip sinn á reykvíska menningu. 

Hinn margverðlaunaði rithöfundur og sagnfræðingur Guðjón Friðriksson flutti erindi á dögunum um veitingamennsku Kristínar í tengslum við sýninguna Fjallkonan og reykvíska eldhúsið sem nú stendur yfir í Landsbókasafni Íslands - Þjóðarbókhlöðunni við Suðurgötu....
Meira
04.03.2013 - 23:02 | bb.is

Hrafn Sveinbjarnarson veginn 4. mars 1213

Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
« 1 af 3 »
Hrafn Sveinbjarnarson, læknir og Dýrfirðingagoði á Eyri í Arnarfirði, var veginn á þessum degi fyrir 800 árum. 

Við hann er Hrafnseyri kennd í dag en hann var annálaðasti læknir Íslands á þjóðveldisöld og af sumum talinn fyrsti nútíma læknirinn. 

Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur braust yfir Glámu með menn sína í svipuðu veðri og er í dag og lét höggva Hrafn á Eyri en þeir höfðu átt í langvinnum deilum....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30