A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
Myndin sem hér fylgir er af vef Breiðfirðingafélagsins. Þriggja manna lið kepptu en fólk skiptist á og alls fimm manns kepptu fyrir Breiðfirðingafélagið. Sitjandi frá vinstri: Karl Hákon Karlsson, Páll Guðmundsson og Grétar Guðmundur Sæmundsson. Fyrir aftan: Urður María Sigurðardóttir og Elís Svavarsson.
Myndin sem hér fylgir er af vef Breiðfirðingafélagsins. Þriggja manna lið kepptu en fólk skiptist á og alls fimm manns kepptu fyrir Breiðfirðingafélagið. Sitjandi frá vinstri: Karl Hákon Karlsson, Páll Guðmundsson og Grétar Guðmundur Sæmundsson. Fyrir aftan: Urður María Sigurðardóttir og Elís Svavarsson.
« 1 af 2 »

Breiðfirðingafélagið sigraði í Spurningakeppni átthagafélaga, en úrslitakeppnin við Noirðfirðingafélagið fór fram í Breiðfirðingabúð í fyrrakvöld.

Lið sextán félaga tóku þátt í keppninni, þar af voru níu með rætur á Vestfjarðakjálka eða kringum Breiðafjörð.

Félögin sem Breiðfirðingafélagið sló út á leið sinni á sigurbrautinni voru Barðstrendingafélagið, Árnesingafélagið, Skaftfellingafélagið og loks Norðfirðingafélagið í úrslitarimmunni í fyrrakvöld.

Barðstrendingafélagið fékk verðlaun fyrir besta klappliðið í keppninni.

Dýrfirðingafélagið hlaut verðlaun fyrir bestu tilþrifin í leiknum.

Höfundur spurninga og dómari í keppninni allri var Gauti Eiríksson kennari og leiðsögumaður frá Stað á Reykjanesi.

Verðlaunin fyrir Pubkvissið hlaut Dýrfirðingurinn Þorbergur Steinn Leifsson en hann hlaut flugferð fyrir tvo með Wow air til Evrópu. Það var ÍNN sem gaf þessi verðlaun.

22.04.2013 - 18:03 | Tilkynning

Grímutölt Hestamannafélagsins Storms

Skilyrði fyrir þátttöku er að knapar mæti í búningi.
Skilyrði fyrir þátttöku er að knapar mæti í búningi.
Hið árlega Grímutölt Hestamannafélagsins Storms verður haldið í reiðhöllinni að Söndum, fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 13:00. Keppt verður í þremur flokkum, Krakkar (0-13 ára), ungmenni (14-20 ára) og fullorðnir (21 árs og eldri). Yngsti hópurinn má sýna brokk eða tölt og dæmt verður fyrir ásetu og stjórnun. Hinir tveir flokkarnir sýna eingöngu tölt; hægt, milliferð og hraðabreytingar. Dæmt verður fyrir fegurð í reið. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en einnig verða veitt ein verðlaun fyrir flottasta búninginn í hverjum flokki. Skilyrði fyrir þátttöku er að knapar mæti í búningi. Skráningargjald er kr. 1.000.- sem greiðist á staðnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma; 693-1847 - Viktor eða 696-3213 Signý. Gefa þarf upp nafn knapa og nafn hests.
...
Meira
Snorri Guðmundsson. Mynd: www.experience-tour.com
Snorri Guðmundsson. Mynd: www.experience-tour.com
Dýrfirðingurinn Snorri Þór Guðmundsson er staðráðinn í að láta drauma sína rætast og tekur nú þátt í keppni á netinu þar sem hann á möguleika á þátttöku í einni erfiðustu skútusiglingakeppni heims. Keppnin heitir Clipper Round The World Yacht Race og stendur yfir í 11 mánuði en Snorri sækir um að sigla einn "legg" keppninnar, frá Suður Afríku til Ástralíu. Aðeins eitt sæti er í boði og verður sá heppni valinn úr hópi þeirra sem hljóta flest atkvæði á netinu. Snorri er sem stendur í 1. sæti en skráðir þátttakendur eru 255 talsins og aðeins vika er eftir af kosningunni. Til að kjósa Snorra þarf að smella á tengilinn hér, velja Vote Now og skrá netfang. Til að staðfesta atkvæðið þarf að fylgja tenglinum sem birtist í tölvupóstinum frá system@experience-tour.com. Kosningu lýkur 23. apríl 
12.04.2013 - 07:20 | BIB

Naumt tap í spennandi keppni

Liðið tilbúið á svið, með gjafir fyrir keppinauta.  Vestfirska forlagið styrkti Dýrfirðingafélagið um þrjú eintök af þessari stórskemmtilegu bók „Undir miðnætursól
Liðið tilbúið á svið, með gjafir fyrir keppinauta. Vestfirska forlagið styrkti Dýrfirðingafélagið um þrjú eintök af þessari stórskemmtilegu bók „Undir miðnætursól" sem segir frá því þegar amerískir lúðuveiðarar voru við Ísland á árunum 1884-1897.
Lið Dýrfirðinga tapaði naumlega fyrir liði Norðfirðinga í undanúrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna í gærkvöld. Keppnin var jöfn og spennandi allan tíman og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu spurningunni.

Í hinni keppninni unnu Breiðfirðingar síðan Skaftfellinga í spennandi keppni.

Norðfirðingafélagið og Breiðfirðingafélagið keppa því til úrslita í Spurningakeppni átthagafélaganna 2013 og verðu keppt í Breiðfirðingabúð á síðasta vetrardegi, miðvikudaginn hinn 24. apríl n.k. 
Sigurlið Dýrfirðingafélagsins frá fyrri keppnum í vetur og  keppir nú í undanúrslitum.  F.v.: Gyða Hrönn Einarsdóttir, Jóhann V. Gíslason og Torfi Sigurðsson.
Sigurlið Dýrfirðingafélagsins frá fyrri keppnum í vetur og keppir nú í undanúrslitum. F.v.: Gyða Hrönn Einarsdóttir, Jóhann V. Gíslason og Torfi Sigurðsson.

Það er komið að undanúrslitunum sem verða annað kvöld, fimmtudagskvöldið 11. apríl kl. 20:00, í  Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 fyrir ofan Bónus

Breiðfirðingafélagið mætir Skaftfellingafélaginu 
Norðfirðingafélagið mætir Dýrfirðingafélaginu


Þetta er keppni sem enginn Dýrfirðingur getur látið fram hjá sér fara!

Aðgangseyrir 500 krónur

Allir velkomnir 


09.04.2013 - 11:00 | bb.is,BIB

„Það borgar sig að opna munninn“

Gunnhildur Elíasdóttir.
Gunnhildur Elíasdóttir.
„Þetta er skref í rétta átt. Það er greinilegt að það borgar sig að opna munninn því þetta sýnir manni að fólk verður að gera athugasemdir þegar því þykir brotið á sér,“ segir Gunnhildur Björk Elíasdóttir á Þingeyri, sem gerði gerði athugasemd í síðasta mánuði við það óréttlæti sem henni fannst hún verða fyrir af hálfu Ísafjarðarbæjar, að fá hvorki greitt fyrir setu í fræðslunefnd sveitarfélagsins né fyrir akstur til og frá Þingeyri. 

Samkvæmt upplýsingum blaðsins kom vel til greina af hálfu sveitarfélagsins að endurskoða aðferðir bæjarins við greiðslur fyrir fundarsetur.
 ...
Meira
09.04.2013 - 08:15 | BIB,bb.is

Hótel Sandafell opnar 15. maí

Hótel Sandafell á Þingeyri.
Hótel Sandafell á Þingeyri.
„Við opnum Sandafell 15. maí. Það verður allt með hefðbundnu sniði.
Þetta gekk ágætlega í fyrra, það er alltaf stig vaxandi fjölgun hjá okkur,“ segir Jóhanna Gunnarsdóttir, vert á Hótel Sandafelli á Þingeyri. Á hótelinu er einnig veitingasalur með vínveitingaleyfi þar sem boðið er upp á ýmsar kræsingar og listsýningar. „Listsýningarnar eru opnaðar í tengslum við Dýrafjarðardaga, sem eru alltaf fyrstu helgina í júlí, og sumar sýningarnar eru stutt uppi en aðrar út sumarið. Það eru þrjár sýningar í skoðun og tvær líklegar til að verða settar upp,“ segir Jóhanna
05.04.2013 - 21:37 | Komedia

Sigvaldi Kaldalóns á Þingeyri

"Leikritið vinæsla og ástsæla Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt á Þingeyri um helgina. Sýnt verður í hinu frábæra félagsheimili staðarins á sunnudag 7. april kl.17. Miðasala á staðnum á sýningardag einnig er hægt að panta miða strax í dag í síma 891 7025. Leikritið um Sigvalda Kaldalóns hefur verið sýnt í Hömrum Ísafirði og hefur verið fullt á svo gott sem allar sýningar. Nú liggur leiðin á Þingeyri og fleiri sýningar eru á döfinni um landið m.a. í Saurbæ, Stykkishólmi og í Dalbæ á Snæfjallaströnd.
Það eru þau Elfar Logi Hannesson og Dagný Arnalds sem leika, spila og syngja í þessari rómuðu sýningu um Sigvalda Kaldalóns. Verkið fjallar um ár Sigvalda þegar hann starfaði sem læknir í Ísafjarðardjúpi. Þar gerðist margt sögulegt og víst var tónskáldið Sigvaldi í essinu sínu og allar götur síðan minntist hann þessa tíma með ást og söknuði. Fjölmörg lög eru flutt í sýningunni. "

Tekið af síðu Komedíuleikhússins.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31