A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
25.03.2013 - 20:38 | BIB

25. mars 2013 - góuþrællinn

Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Frá Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Góuþræll er nefndur síðasti dagur góu og var í gamansemi að ánafna hann þeim konum sem með einhverjum hætti þóttu hafa gert sig berar að lauslæti. 
Áður og fyrr höfðu menn illan bifur á góuþrælnum vegna veðurfars, einkum á Suðurlandi.  Annálar á 17. öld minnast oftsinnis á illviðri og mannskaða á góuþræl. 

Mjög slæmt þótti að góuþrællinn færi saman við boðunardag Maríu 25. mars enda orti Bólu-Hjálmar: 

Vottur er það varla góðs 
veðurátt mun kælin 
þá boðunarhátíð besta fljóðs 
ber á góuþrælinn.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31