A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
27.08.2014 - 11:27 | Hagstofa Íslands

Leikskólabörn og starfsmenn aldrei fleiri

Starfsfólk í leikskólum á Íslandi hefur aldrei verið fleira en í desember 2013. Þá
störfuðu 5.826 manns í 5.099 stöðugildum í 256 leikskólum, 2,8% fleiri en árið áður.
Á sama tíma sóttu 19.713 börn leikskóla á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri.
Leikskólabörnum fjölgaði um 98 frá desember 2012, eða um 0,5%. Rúmlega 83% barna á
aldrinum 1-5 ára voru skráð í leikskóla og hefur það hlutfall ekki verið hærra.

Fréttin í heild má lesa hér á síðu Hagstofunnar

Frétt af vef Hagstofu Íslands.
Grafreitur franskra sjómanna á Saltnesi (Mynd: Elodie Fournier)
Grafreitur franskra sjómanna á Saltnesi (Mynd: Elodie Fournier)
« 1 af 9 »

Miðvikudaginn 23. júlí síðastliðinn var lögð loka hönd á verkið þegar Marc Bouteiller  sendiherra Frakklands á Íslandi, borgarstjóri Paimpol, Jean-Yves de Chaisemartin og Lionle Tardy þingmaður franska þingsins gróðursettu tvær rósir ásamt sjálfboðaliðunum. Að því loknu fór sóknarpresturinn, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, með bæn og blessaði grafreitinn.


Í ræðu sinni lagði borgarstjóri Paimpol sérstaka áherslu á hversu sterk tengsl Paimpol væru í raun og veru við Ísland og staði eins og Dýrafjörð. Paimpol var byggð fyrir þann auð sem fiskimenn þeirra sóttu til Íslands –auð sem var dýru verði goldin. Tvöföld íbúatala Paimpol, svo margir voru fiskimennirnir, sem fórust við fiskveiðar við Ísland. Þó að tengsl Paimpol og Dýrafjarðar séu ekki lengur af efnahagslegum toga eru tengslin enn til staðar – sögulega og menningarlega og það eru tengsl sem eru þess virði að varðveita og hlúa að.


Í sama streng tók Lionle Tardy þingmaður þegar hann þakkaði hlýhug Dýrfirðinga og Haukdæla í garð franskra sjómanna, sem hefur verið sýndur í verki, með gerð grafreitsins og umhirðu hans. Tardy þakkaði einnig fyrir það mikla framtak sem endurbæturnar á grafreitnum eru um leið og hann afhenti sr. Hildi Ingu gullmerki franska þingsins (Médaille Grand d'or Assemblée Nationale) í þakklætisskyni fyrir framtak hennar og vinnu.


Við athöfnina sagði sr. Hildur Inga að ómögulegt hefði verið að framkvæma þetta verk ef ekki væri fyrir allt það góða heimafólk sem lagði verkefninu lið –án þeirra hefði lítið unnist. Þá væri þáttur sjálfboðaliðanna, sem kom m.a. í gegnum Seeds samtökin á Íslandi, stór. Þau skiluðu hreint frábæru verki við erfiðar aðstæður veðurfarslega og eiga heiður skilinn fyrir vel unnið verk.


Á tveimur vikum breytist ásýnd franska grafreitins á Saltnesi í Haukadal umtalsvert og er nú aftur orðin sá fallegi minningarreitur um franska sjómenn, sem honum var ætlað að vera og minnisvarði um samskipti Frakka og Íslendinga í Dýrafirði.


Þessar tvær vikur eru vonandi einungis upphafið af áframhaldandi fransk-íslenskri samvinnu og vináttu milli Dýrafjarðar, Paimpol og Gravelines og annarra bæja sem deila sömu menningar- og sögulegu tengslum. Nú þegar er farið að líta til næsta sumars og undirbúa komu sjálfboðaliða til Dýrafjarðar og hugsanlega för sjálfboðaliða til Frakklands.

Nú er vinnu við franska grafreitinn á Saltnesi við mynni Haukadals alveg að ljúka og óhætt að segja að mikið hafi unnist síðust daga. Þrjátíu og fimm litlar reyniviðarplöntur voru gróðursettar í dag í stað reynitrjáanna, sem þurfti að fjarlægja og búið er að tyrfa garðinn. Nýr stígur var lagður og búið er að mála garðvegginn.


Á morgun verða plöntur og blóm gróðursett og lokið við að skreyta garðinn, sem hefur tekið á sig aðra mynd á síðustu tíu dögum. Þá er verið að legga loka hönd á nýtt sögu- og upplýsingaskilti um franska sjómenn í Haukadal og franska grafreitinn, sem verður vonandi sett upp nú í vikunni.


Hér til hægri eru nokkrar myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna í dag og af grafreitnum í lok vinnudags.

20.07.2014 - 11:31 |

Hálfnað verk þá hafið er…

Endurbætur á franska grafreittnum á Saltnesi í  Haukadal eru nú langt komnar. Þrátt fyrir að veðrið hafi  sannarlea sett strik í reikninginn.  Búið er að hreinsa garðinn og fella þau reynitré sem voru illa og marg kalin. Þau tré sem voru best á sig komin voru auðvitað látin standa áfram. Múrararnir, þeir Pétur og Ármann, notuðu þurra veðrið á miðvikudaginn síðast liðin til að gera við sprungur í veggnum. Á föstudaginn létu svo frönsku sjálfboðaliðarnir ekki rigninguna stoppa sig og skipt var um jarðveg í garðinum með frábærri aðstoð Brautarinnar sf. sem styrkti verkefnið með vinnu, en án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt.


Nú bíðum við eftir því að hægt verði að mála vegginn, en Málning hf. gefur alla málningu í verkefnið og gróður setja nýjar reyniviðarplöntur, en Skjólskógar færðu grafreitnum 35 nýjar reyniviðarplöntur ættaðar úr Bjarnarfirði. Ísafjarðarbær gefur grafreitnum þökur sem væntanlegar eru á mánudag. Þá er bara eftir að gróðursetja blóm og runna, sem Gróðrarstöðin Mörk gefur og klára að leggja stíginn í garðinum.


Það er alveg ljóst að ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef ekki væri fyrir alla þessa frábæru styrktaraðila og á það jafn við um fyrirtæki og einstaklinga.


Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum.

18.07.2014 - 13:35 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókaffinu á Selfossi 16. júlí 2014

F.v.: Bjarni Harðarson, Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason.
F.v.: Bjarni Harðarson, Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason.
« 1 af 9 »

Hafliðadagurinn var haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi miðvikudaginn 16. júlí 2014.


Það voru  Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri , og er 20 ára i ár,  er stóðu að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin.


 


Eftirtaldri stígu á stokk:

...
Meira
16.07.2014 - 12:57 |

Andlitsmyndir af Þingeyringum

Eins og flestir vita eru staddir hér á Þingeyri franskir sjálfboðaliðar til að vinna að endurbótum á franska grafreittnum í Haukadal. Einn þeirra, Kevin Antoine, er ljósmyndari og langar til að fá að taka myndir af þingeyringum.


Forsagan er sú að nokkuð þekktur ljósmyndari, sem nú er látin, tók myndir af íbúum Paimpol, en Kevin er þaðan og langafi hans var duggusjómaður við Ísland. Hann var einn þeirra sem fórust við strendur Íslands ásamt syni sínum og allri áhöfn. Frá Paimpol komu margar franskar duggur til Íslands og Dýrafjarðar.


Látið ykkur því ekki bregða ef ungur dökkhærður maður með gleraugu stoppar ykkur út á götu og spyr hvort hann megi taka andlitsmynd af ykkur.

14.07.2014 - 09:11 | Björn Ingi Bjarnason

Hafliðadagur í Sunlenska bókakaffinu á Selfossi 16. júlí 2014

Hafliði Magnússon fór oft á kostum í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Ljósm.: BIB
Hafliði Magnússon fór oft á kostum í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Ljósm.: BIB

Hafliðadagurinn verður haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi miðvikudaginn 16. júlí 2014 klukkan 17 -18.


 


Það eru Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri (20 ára i ár) sem standa að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin. 


Lesið verður úr verkum Hafliða og rithöfundar og skáld koma fram.

...
Meira
12.07.2014 - 05:54 | Vestfirska forlagið

Ævintýri Basils fursta í Útvarpsleikhúsinu

Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út bækurnar um Basil fursta.  Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri les Basil fursta.
Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út bækurnar um Basil fursta. Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri les Basil fursta.
« 1 af 2 »

Tvö af ævintýrum Basils fursta verða flutt næstu fjóra sunnudaga í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 kl. 13, Hættuleg hljómsveit og Falski umboðsmaðurinn, í útvarpsleikgerð og leikstjórn Viðars Eggertssonar.

„Í ævintýrum Basils fursta koma oftast fyrir bæði reglulega fagrar glæpadrósir og glæpakvendi og það eru sko engar dúkkulísur! Stella, lafði Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu nefndar, eru engin lömb að leika sér við. Þess á milli eru svo ungar, saklausar og fallegar stúlkur, reglulega geðugar og viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og hinn óforbetranlegi Sam Foxtrot, aðstoðarmaður hans, bjarga oft úr ótrúlegustu hremmingum,“ segir í tilkynningu frá Útvarpsleikhúsinu. Hvoru ævintýri er skipt í tvo hluta og á morgun verður fluttur fyrri hluti Hættulegrar hljómsveitar, sá seinni 20. júlí. 27. júlí og 4. ágúst verður svo Falski umboðsmaðurinn á dagskrá.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31