21.07.2014 - 22:31 |
Vinnu við franska grafreitinn að ljúka.
Nú er vinnu við franska grafreitinn á Saltnesi við mynni Haukadals alveg að ljúka og óhætt að segja að mikið hafi unnist síðust daga. Þrjátíu og fimm litlar reyniviðarplöntur voru gróðursettar í dag í stað reynitrjáanna, sem þurfti að fjarlægja og búið er að tyrfa garðinn. Nýr stígur var lagður og búið er að mála garðvegginn.
Á morgun verða plöntur og blóm gróðursett og lokið við að skreyta garðinn, sem hefur tekið á sig aðra mynd á síðustu tíu dögum. Þá er verið að legga loka hönd á nýtt sögu- og upplýsingaskilti um franska sjómenn í Haukadal og franska grafreitinn, sem verður vonandi sett upp nú í vikunni.
Hér til hægri eru nokkrar myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna í dag og af grafreitnum í lok vinnudags.