A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Grafreitur franskra sjómanna á Saltnesi (Mynd: Elodie Fournier)
Grafreitur franskra sjómanna á Saltnesi (Mynd: Elodie Fournier)
« 1 af 9 »

Miðvikudaginn 23. júlí síðastliðinn var lögð loka hönd á verkið þegar Marc Bouteiller  sendiherra Frakklands á Íslandi, borgarstjóri Paimpol, Jean-Yves de Chaisemartin og Lionle Tardy þingmaður franska þingsins gróðursettu tvær rósir ásamt sjálfboðaliðunum. Að því loknu fór sóknarpresturinn, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, með bæn og blessaði grafreitinn.


Í ræðu sinni lagði borgarstjóri Paimpol sérstaka áherslu á hversu sterk tengsl Paimpol væru í raun og veru við Ísland og staði eins og Dýrafjörð. Paimpol var byggð fyrir þann auð sem fiskimenn þeirra sóttu til Íslands –auð sem var dýru verði goldin. Tvöföld íbúatala Paimpol, svo margir voru fiskimennirnir, sem fórust við fiskveiðar við Ísland. Þó að tengsl Paimpol og Dýrafjarðar séu ekki lengur af efnahagslegum toga eru tengslin enn til staðar – sögulega og menningarlega og það eru tengsl sem eru þess virði að varðveita og hlúa að.


Í sama streng tók Lionle Tardy þingmaður þegar hann þakkaði hlýhug Dýrfirðinga og Haukdæla í garð franskra sjómanna, sem hefur verið sýndur í verki, með gerð grafreitsins og umhirðu hans. Tardy þakkaði einnig fyrir það mikla framtak sem endurbæturnar á grafreitnum eru um leið og hann afhenti sr. Hildi Ingu gullmerki franska þingsins (Médaille Grand d'or Assemblée Nationale) í þakklætisskyni fyrir framtak hennar og vinnu.


Við athöfnina sagði sr. Hildur Inga að ómögulegt hefði verið að framkvæma þetta verk ef ekki væri fyrir allt það góða heimafólk sem lagði verkefninu lið –án þeirra hefði lítið unnist. Þá væri þáttur sjálfboðaliðanna, sem kom m.a. í gegnum Seeds samtökin á Íslandi, stór. Þau skiluðu hreint frábæru verki við erfiðar aðstæður veðurfarslega og eiga heiður skilinn fyrir vel unnið verk.


Á tveimur vikum breytist ásýnd franska grafreitins á Saltnesi í Haukadal umtalsvert og er nú aftur orðin sá fallegi minningarreitur um franska sjómenn, sem honum var ætlað að vera og minnisvarði um samskipti Frakka og Íslendinga í Dýrafirði.


Þessar tvær vikur eru vonandi einungis upphafið af áframhaldandi fransk-íslenskri samvinnu og vináttu milli Dýrafjarðar, Paimpol og Gravelines og annarra bæja sem deila sömu menningar- og sögulegu tengslum. Nú þegar er farið að líta til næsta sumars og undirbúa komu sjálfboðaliða til Dýrafjarðar og hugsanlega för sjálfboðaliða til Frakklands.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31