A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
20.07.2014 - 11:31 |

Hálfnað verk þá hafið er…

Endurbætur á franska grafreittnum á Saltnesi í  Haukadal eru nú langt komnar. Þrátt fyrir að veðrið hafi  sannarlea sett strik í reikninginn.  Búið er að hreinsa garðinn og fella þau reynitré sem voru illa og marg kalin. Þau tré sem voru best á sig komin voru auðvitað látin standa áfram. Múrararnir, þeir Pétur og Ármann, notuðu þurra veðrið á miðvikudaginn síðast liðin til að gera við sprungur í veggnum. Á föstudaginn létu svo frönsku sjálfboðaliðarnir ekki rigninguna stoppa sig og skipt var um jarðveg í garðinum með frábærri aðstoð Brautarinnar sf. sem styrkti verkefnið með vinnu, en án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt.


Nú bíðum við eftir því að hægt verði að mála vegginn, en Málning hf. gefur alla málningu í verkefnið og gróður setja nýjar reyniviðarplöntur, en Skjólskógar færðu grafreitnum 35 nýjar reyniviðarplöntur ættaðar úr Bjarnarfirði. Ísafjarðarbær gefur grafreitnum þökur sem væntanlegar eru á mánudag. Þá er bara eftir að gróðursetja blóm og runna, sem Gróðrarstöðin Mörk gefur og klára að leggja stíginn í garðinum.


Það er alveg ljóst að ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef ekki væri fyrir alla þessa frábæru styrktaraðila og á það jafn við um fyrirtæki og einstaklinga.


Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31