Frá Bjargtöngum að Djúpi komin út
Frá Bjargtöngum að Djúpi, 7. bindi í nýjum flokki var að koma úr prentvélunum í Odda.
Kennir þar ýmissa grasa úr vestfirsku mannlífi að vanda.
Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli, prófessor á Hvanneyri, fjallar um örlagaferð séra Sigurðar Z. Gíslasonar á nýjársdag 1943. Hann fórst í snjóflóði þann dag undir Eyrarófæru á leið til messu að Hrauni í Keldudal.
Lárus H. Hagalínsson frá Hvammi í Dýrafirði skrifar hugnæma grein um afa sinn og ömmu á Grundarhól.
Elfar Logi Hannesson skrifar um Þorstein Erlingsson og veru hans á Bíldudal. Nefnir hann grein sína Ritstjórinn í Valhöll.
Meira