Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókaffinu á Selfossi 16. júlí 2014
Hafliðadagurinn var haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi miðvikudaginn 16. júlí 2014.
Það voru Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri , og er 20 ára i ár, er stóðu að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin.
Eftirtaldir stígu á stokk:
Skagfirðingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur
Bjarni Harðarson rithöfundur og bókaútgefandi á Selfossi
Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi
Þá var –Bókalottó- frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri þar sem Gerður Matthísadóttir frá Þingeyri dró út fjölda bókavinninga en hún hefur búið á Selfossi í nær 40 ár ásamt manni sínum Ólafi Bjarnasyni sem líka er frá Þingeyri.
Menningarkakó Hrútavinafélagsins var í boði Sunnlenska bókakaffisins.
Samkoman var fjölmenn og fór hið besta fram ens og venju er til á Hafliðadögum.