24.03.2014 - 17:29 | Hallgrímur Sveinsson
Fyrsta uppfærsla á leikverki sem vitað er um á Þingeyri í Dýrafirði var Ævintýri á gönguför. Rataði það á fjalirnar um aldamótin 1900 í svokölluðu Versthúsi, sem er þekkt hús í sögu í staðarins. Þar ráku Björn Magnússon, vert og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, sem einnig var nefnd vert, greiðasölu. Hún hét því virðulega nafni Hótel Niagara. Sú nafngift var eflaust í tengslum við amerísku lúðuveiðarana, sem bækistöð höfðu á Þingeyri frá 1884-1897. Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri og lengi mikill forystumaður í Þingeyrarhreppi, rak svo Hótel Niagara um nokkurt skeið frá 1890. Heimildir eru fyrir því að mörg leikrit hafi verið sýnd þar á tíma Jóhannesar. Kvenfélagið Von hélt svo lengi vel uppi leikstarfseminni á Þingeyri. Voru leiksýningar á þess vegum meðal annars í svokölluðu Þinghúsi, sem er áfast við gamla barnaskólann og svo í Félagsheimilinu eftir að það kom til sögunnar 1939. Þá voru leiksýningar á vegum Íþróttafélagsins Höfrungs og mikið var leikið á vegum templara í Templarahúsinu. Leikfélag Þingeyrar starfaði svo af miklum krafti á sínum tíma.
Og nú er frá því að segja að Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri er enn komin á stúfana.
...
Meira