A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
30.05.2014 - 12:28 | http://grthing.isafjordur.is/

Skólaslit í dag

Föstudaginn 30.maí kl.15:00 verður Grunnskólanum á Þingeyri slitið í Þingeyrarkirkju þar sem nemendur taka við einkunnamöppum sínum úr hendi umsjónarkennara. Sýning verður á munum og vinnu nemenda í skólanum eftir skólaslit. Allir velkomnir! Skólaslitakaffi verður í Félagsheimilinu eftir skólaslit að hætti kvenfélagsins Von.

Skólastjóri og starfsfólk skólans þakka kærlega fyrir veturinn.

19.05.2014 - 13:06 | BIB

Basil fursti og Svarti prinsinn

« 1 af 4 »

Vestfirska forlagið hefur endurlífgað hinn snjalla Basil fursta og gefur nú út 8. heftið um æsileg ævintýri hans.


Eins og í fyrri bókum á Basil hér í höggi við skúrka og illmenni og Svarti prinsinn kemur mjög við sögu. Eins og bókaforlagið bendir sjálft á eru bækurnar um Basil fursta enginn verðlaunaskáldskapur, en skemmtilegar eru þær.

Engum ætti að leiðast.

14.05.2014 - 09:12 |

Fundur vegna Dýrafjarðardaga!

Kæru Dýrfirðingar og nærsveitamenn. Fimmtudaginn næstkomandi 15. maí verður opinn fundur um Dýrafjarðadaga. Fundurinn hefst kl 20.00 í Stefánsbuð. Þar er öllum frjálst að mæta sem vilja hafa áhrif eða hafa hugmyndir fyrir hátíðina í ár. Hlökkum til að sjá sem flesta og gerum hátíðana sem besta í ár.
Kveðja nefndin. 
05.05.2014 - 16:47 | Bergþóra Valsdóttir

Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins 13. maí n.k.

Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins 2014 verður haldinn þriðjudaginn 13. maí í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Kosnir verða tveir fulltrúar í stjórn, einn í skemmtinefnd og tveir í kaffinefnd. Auk þess leggur stjórn fram tillögur að lagabreytingum sem fjalla m.a. um boðun aðalfundar og dagskrá hans. Stjórnin leggur einnig fram breytingartillögur um úthlutunarreglur Átthaga.

Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Tví­bura­syst­urn­ar Áslaug og Jenna Jens­dæt­ur dag­inn fyr­ir 91 árs af­mælið. Ljósm.: mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Tví­bura­syst­urn­ar Áslaug og Jenna Jens­dæt­ur dag­inn fyr­ir 91 árs af­mælið. Ljósm.: mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Syst­urn­ar Áslaug Sól­björt Jens­dótt­ir og Jenna (Jens­ína) Jens­dótt­ir eru elstu núlif­andi ís­lensku tví­bur­arn­ir. Þær fædd­ust með meira en sól­ar­hrings milli­bili, að Læk í Dýraf­irði, Áslaug 23. ág­úst 1918 og Jenna 24. ág­úst, seg­ir á Face­book-síðu Lang­líf­is.


BBC sagði frá því í vik­unni að tví­bura­syst­urn­ar Ann og El­iza­beth væru loks sam­einaðar á ný eft­ir 78 ár en þær voru aðskild­ar við fæðingu. Er þetta lengsti aðskilnaður tví­bura sem vitað er um í heim­in­um. 

...
Meira
27.04.2014 - 07:10 | BIB,Hallgrímur Sveinsson

Frá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps

Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð á þeim tíma er einstaklingur rak þar myndarlegt sauðfjárbú. Nú er þar eyðibýli í sinu á vegum þess opinbera. Ljósm.: Valdís Veturliðadóttir.
Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð á þeim tíma er einstaklingur rak þar myndarlegt sauðfjárbú. Nú er þar eyðibýli í sinu á vegum þess opinbera. Ljósm.: Valdís Veturliðadóttir.
« 1 af 2 »

Frá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps


               Ályktun um atvinnumál



Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, haldinn í Mjólkárvirkjun á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2014, samþykkti eftirfarandi ályktanir um atvinnumál.  

...
Meira
24.03.2014 - 17:29 | Hallgrímur Sveinsson

Sigurlína Rúllugardína Langsokkur slær í gegn á Þingeyri

« 1 af 2 »

  Fyrsta uppfærsla á leikverki sem vitað er um á Þingeyri í Dýrafirði var Ævintýri á gönguför. Rataði það á fjalirnar um aldamótin 1900  í svokölluðu Versthúsi, sem er þekkt hús í sögu í staðarins. Þar ráku Björn Magnússon, vert  og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, sem einnig var nefnd vert, greiðasölu. Hún hét því virðulega nafni Hótel Niagara. Sú nafngift var eflaust í tengslum við amerísku lúðuveiðarana, sem bækistöð höfðu á Þingeyri frá 1884-1897. Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri og lengi mikill forystumaður í Þingeyrarhreppi, rak svo Hótel Niagara um nokkurt skeið frá 1890. Heimildir eru fyrir því að mörg leikrit hafi verið sýnd þar á tíma Jóhannesar. Kvenfélagið Von hélt svo lengi vel uppi leikstarfseminni á Þingeyri. Voru leiksýningar á þess vegum meðal annars í svokölluðu Þinghúsi, sem er áfast við gamla barnaskólann og svo í Félagsheimilinu eftir að það kom til sögunnar 1939. Þá voru leiksýningar á vegum Íþróttafélagsins Höfrungs og mikið var leikið á vegum templara í Templarahúsinu. Leikfélag Þingeyrar starfaði svo af miklum krafti á sínum tíma.


   Og nú er frá því að segja að Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri er enn komin á stúfana.

...
Meira
Eins og margir vita þá er eftir að skrá, kortleggja og rannsaka meginhluta þeirra fornleifa sem til eru á Íslandi. Á Vestfjörðum er gríðarlega mikið af áhugaverðum fornleifum og sumar þeirra eru frá fyrstu tíð í landinu og líklega meira en þúsund ára gamlar. Margar af þessum fornminjum eru í góðu ástandi, aðrar hafa skemmst eða verið eyðilagðar og sumar eru að skemmast m.a. vegna ágangs sjávar eins og sjóbúðirnar á Ingjaldssandi og í Keravík í Súgandafirði. Ekkert fær staðist tímans tönn og það á við um fornleifar eins og annað. Ábyrgð okkar allra er að vernda og varðveita sögu og minjar liðinna kynslóða sem liggja í jörðu á okkar heimaslóðum....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31