A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
14.07.2014 - 09:11 | Björn Ingi Bjarnason

Hafliðadagur í Sunlenska bókakaffinu á Selfossi 16. júlí 2014

Hafliði Magnússon fór oft á kostum í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Ljósm.: BIB
Hafliði Magnússon fór oft á kostum í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Ljósm.: BIB

Hafliðadagurinn verður haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi miðvikudaginn 16. júlí 2014 klukkan 17 -18.

 

Það eru Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri (20 ára i ár) sem standa að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin. 

Lesið verður úr verkum Hafliða og rithöfundar og skáld koma fram.

 

Dagskráin er enn í mótun en vitað er að eftirtaldir munu stíga á stokk:

Skagfirðingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur

Bjarni Harðarson rithöfundur og bókaútgefandi á Selfossi

Benedikt Jóhannsson ljóðskáld frá Stóru Sandvík
Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars
Bókalottó frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri - Gerður Matthísadóttir frá Þingeyri dregur.

 

Menningarkakó Hrútavinafélagsins verður á sérstöku tilboðsverði og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31