A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
« 1 af 2 »
Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu á föstudag í Reykjavík með fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Flateyri, Þingeyri, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og forstjóra Byggðastofnunar, um alvarlegt atvinnuástand á Flateyri og Þingeyri. Fundurinn var haldinn að beiðni Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingsmanns Vinstri grænna í NV-kjördæmi....
Meira
26.01.2015 - 15:10 | bb.is

Dýrfirðingur í Ísland Got Talent

Skjáskot úr þættinum.
Skjáskot úr þættinum.
Bubbi Morthens gaf hinum 19 ára Davíð Rist Sighvatssyni annað tækifæri um helgina í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent. Davíð er frá Höfða í Dýrafirði og segir á visir.is að atriði hans hafi tekið óvæntum breytingum á sviði. Davíð tróð fyrst upp með gítar en síðan píanó....
Meira
26.01.2015 - 11:54 | bb.is

Galdrakarlinn í Oz á Þingeyri

Leikritið Galdrakarlinn í Oz er án efa meðal vinsælustu barnaleikrita sem sýnd hafa verið hér á landi.
Leikritið Galdrakarlinn í Oz er án efa meðal vinsælustu barnaleikrita sem sýnd hafa verið hér á landi.

Hið 111 ára gamla, en ávallt ferska íþróttafélag, Höfrungur á Þingeyri er að hefja enn eitt ævintýrið. Nú er það leikdeild félagsins sem ætlar að spretta úr spori en hún hefur vakið mikla athygli síðustu ár, nú síðast fyrir uppsetningu á Línu Langsokk sem þótti sérlega skemmtileg og vel heppnuð. Áfram skal haldið og nú á að setja á fjalirnar annað sígilt og sívinsælt verk, nefnilega Galdrakarlinn í Oz.

...
Meira
26.01.2015 - 11:51 | bb.is

Höfrungur gaf Leikræna tjáningu

Formaður, meðstjórnandi og yngsti meðlimur Höfrungs færðu Grunnskólanum á Þingeyri bókagjöf. Ljósm. Erna Höskuldsdóttir.
Formaður, meðstjórnandi og yngsti meðlimur Höfrungs færðu Grunnskólanum á Þingeyri bókagjöf. Ljósm. Erna Höskuldsdóttir.
Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri færði Grunnskólanum á staðnum bókagjöf fyrir stuttu. Formaður félagsins Sigmundur F. Þórðarson og meðstjórnandi Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir ásamt yngsta meðlimi félagsins honum Sigþóri Örn Jörgensen, færðu skólanum að gjöf nokkur eintök af bókinni Leikræn tjáning eftir Elfar Loga Hannesson. Bókin inniheldur fjölbreyttar æfingar sem nýtast í kennslu í leikrænni tjáningu fyrir alla aldurshópa. ...
Meira
25.01.2015 - 21:37 | bb.is,BIB

Byggðakvótinn laus til umsóknar

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög í Ísafjarðarbæ: Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem þar er einnig að finna. Umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi...
Meira
24.01.2015 - 20:38 | Álitamál að vestan: - Hallgrímur Sveinsson skrifar

Íslandspóstur og gamli póstmeistarinn

Póstmeistarinn á Þingeyri, Guðmundur Ingvarsson, sagði eitt sinn við undirritaðan: „Það er hlutverk mitt að greiða fyrir því að pósturinn komist eins fljótt og hægt er í hendur viðtakenda.“ 
Að undanförnu hefur Íslandspóstur ítrekað klikkað á þessu boðorði gamla póstmeistarans. Þar hefur Kári Loftsson oft spilað inn í en einnig einkennilegt fyrirkomulag póstdreifingar...
Meira
Frá Dýrafirði á þorra.  Ljósm.: BIB
Frá Dýrafirði á þorra. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Mánuðurinn þorri hefst í 13. viku vetrar, nú 19. til 25. janúar, en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Mánaðarnafnið er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.

Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót, en þeim ekki lýst. Vetraröldungurinn Þorri er algengt yrkisefni á 17. – 19. öld og um fagnað eða sérstaka siðvenju við upphaf þorra eru heimildir frá öndverðri 18. öld. Líklegt er að slíkar venjur séu allmiklu eldri....
Meira
22.01.2015 - 08:15 | bb.is

Tvær umsóknir um Þingeyrarkvótann

Þingeyrarhöfn.
Þingeyrarhöfn.
Umsóknarfrestur um aflaheimildir Byggðastofnunar á Þingeyri rann út í gær. 
Tvær umsóknir bárust. Önnur frá Útgerðarfélaginu Otri ehf. og hin frá Íslensku sjávarfangi. 
Aflaheimildirnar eru allt að 400 þorskígildistonn. 
Útgerðarfélagið Otur gerir út krókaaflamarksbátinn Björgu Hauks ÍS frá Ísafirði....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31