A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
26.01.2015 - 15:10 | bb.is

Dýrfirðingur í Ísland Got Talent

Skjáskot úr þættinum.
Skjáskot úr þættinum.
Bubbi Morthens gaf hinum 19 ára Davíð Rist Sighvatssyni annað tækifæri um helgina í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent. Davíð er frá Höfða í Dýrafirði og segir á visir.is að atriði hans hafi tekið óvæntum breytingum á sviði. Davíð tróð fyrst upp með gítar en hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar fyrir þá frammistöðu. Selma Björnsdóttir, ein dómenda, sagði að atriðið hefði ekki verið nógu gott fyrir stórt svið og kallaði söng Davíðs raul. Jón Jónsson sagði aftur á móti að atriðið hefði verið krúttlegt. Þegar kom að Bubba Morthens að tjá sig spurði hann Davíð hvort hann ætti frumsamið lag. 

Davíð játti því en sagðist eingöngu geta spilað það á píanó. Hann var hreinlega tekinn á orðinu, píanóið var sótt og Davíð hóf að leika og syngja lag sitt. Bubbi Morthens sá sér þá leik á borði og notaði gullhnappinn svokallaða í fyrsta sinn í þáttunum. Gullhnappurinn er nýjung í þáttunum og dómarar geta notað hann til að koma atriðum áfram ef þeir eru hrífast. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31