A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
21.01.2015 - 11:31 | bb.is,BIB

Höfrungur - 110 ára gamalt íþróttafélag

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri fagnaði 110 ára afmæli 20. desember síðastliðinn og er félagið því eitt af elstu íþróttafélögum á landinu.
Tilkoma félagsins kom þannig til að um aldamótin 1900 flutti maður að nafni Anton Proppé til Þingeyrar frá Hafnarfirði en hann hafði notið tilsagnar jafnt erlendra sem innlendra manna í fimleikum. Anton var mikill íþróttamaður og áhugi hans smitaði út frá sér á staðnum....
Meira
21.01.2015 - 09:27 | BIB,bb.is

Erfiðleikar eru áskorun

Sigmundur t.h. ásamt Benedikt Bjarnasyni formanni íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar.
Sigmundur t.h. ásamt Benedikt Bjarnasyni formanni íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar.
« 1 af 2 »
Sigmundur F. Þórðarson, formaður Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri fékk hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar á sunnudag fyrir vel unnin félagsstörf með Höfrungi og öðrum félögum. Í rökstuðningi fyrir útnefningunni segir að Sigmundur hafi verið potturinn og pannan í starfi Höfrungs í ríflega fjóra áratugi. Eitt af einkennum hans sé jafnframt hversu auðvelt hann á með að hrífa fólk og fá það með sér í lið. Sigmundur hefur lagt mikla áherslu á íþróttastarf fyrir börn í Dýrafirði og fengið þangað menntaða þjálfara í öll störf....
Meira
21.01.2015 - 09:14 | Fréttablaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

Einar Benediktsson - skáld og athafnamaður.
Einar Benediktsson - skáld og athafnamaður.
« 1 af 2 »

21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 75 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.


Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.


 Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá.

...
Meira
20.01.2015 - 07:03 | BIB

Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina

Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð....
Meira
18.01.2015 - 22:05 | Björn Ingi Bjarnason

18. jan. 2015 - Afmælisbarn dagsins- Bergur Torfason

F.v.: Bergur Torfason frá Felli, Jón Guðjónsson frá Veðrará (látinn) Ásvaldur Guðmundsson frá  Ástúni og Hilmar Pálsson frá Suðureyri. Ljósm.: BIB
F.v.: Bergur Torfason frá Felli, Jón Guðjónsson frá Veðrará (látinn) Ásvaldur Guðmundsson frá Ástúni og Hilmar Pálsson frá Suðureyri. Ljósm.: BIB
Meðal afmælisbarna dagsins er Bergur Torfason frá Felli í Dýrafirði.
Hann er fæddur þann 18. janúar 1937.
Hann hefur alla tíð verið mjög liðtækur í félagsmálum og í ljósi þess er meðfylgjandi mynd birt sem kom uppí hendur skrásetjara í dag. Mynd frá héraðsþingi H.V.Í. að Núpi í Dýrafirði á níunda (1984-?) áratugi síðustu aldar:
Þessir miklu félagsmálamenn fyrir vestan hafa aldrei verið með ræðukvíða enda hlaðnir ungmennafélagsanda. 
F.v.: Bergur Torfason frá Felli, Jón Guðjónsson frá Veðrará (látinn) Ásvaldur Guðmundsson frá  Ástúni og Hilmar Pálsson frá Suðureyri....
Meira
18.01.2015 - 11:53 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Dýrfirðingafélagið og Kristján Ottósson

Bjarni G. Einarsson og Hallgrímur Sveinsson.
Bjarni G. Einarsson og Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »

Árið 2011 varð Dýrfirðingafélagið 65 ára. Í tilefni þeirra tímamóta gaf það út afmælisblað. Ritstjóri þess og forgöngumaður var vinur okkar, Kristján Ottósson frá Svalvogum. Kristján sá um allan kostnað við gerð og útgáfu blaðsins.   


   Í blaðinu eru margar skemmtilegar undirstöðugreinar úr mannlífi og sögu í Dýrafirði. Forsvarsmenn ýmissa félaga í firðinum láta þar ljós sitt skína og fara þar sumir á kostum

...
Meira
18.01.2015 - 09:52 | Tilkynning

Þorrablót á Þingeyri 24. jan. 2015

Félagsheimilið á Þingeyri.
Félagsheimilið á Þingeyri.
Þá er komið að enn einu þorrablótinu. 
Laugardaginn 24. janúar 2015 ætlum við Þingeyringar og aðrir landsmenn að skemmta okkur saman með mat, drykk og söng í félagsheimilinu á Þingeyri....
Meira
Undirbúningur vegna kröfugerðar Verkalýðsfélags Vestfirðinga vegna næstu kjarasamninga er að komast á lokastig. Samninganefnd félagsins fundar á mánudagskvöld, 19. jan. 2015, til að leggja lokahönd á kröfur félagsins. Haldnir hafa verið kjaramálafundir víða um félagssvæðið auk þess sem forystumenn félagsins hafa farið í vinnustaðaheimsóknir til að kanna hug félagsmanna....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31