A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
Dýrfirðingurinn Skúli Elíasson.
Dýrfirðingurinn Skúli Elíasson.
« 1 af 2 »
Skúli Elíasson skipstjóri frá Þingeyri, hefur um tveggja áratuga skeið stundað veiðar á fjarlægum miðum, allt frá syðsta odda Afríku og norður fyrir Svalbarða.
Í jólablaði Fiskifrétta var rætt við Skúla en þessi rúmlega 20 ára „útlegð“ hófst árið 1993 þegar hann var ráðinn skipstjóri á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Seaflower í Namibíu sem Íslendingar komu að rekstri á. Sigurður Bogason úr Vestmannaeyjum var þá framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ...
Meira
17.01.2015 - 10:57 | BIB,bb.is

Orti vísu fyrir hvern dag ársins

Friðarsetrið að Holti í Önundarfirði.
Friðarsetrið að Holti í Önundarfirði.
« 1 af 5 »
Menningarvaka verður haldin í Friðarsetrinu að Holti í Önundarfirði í dag - laugardaginn 17. janúar 2015 kl. 16:00. 
Vakan er haldin í tengslum við afmæli Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli, sem fæddist 15. janúar 1907. Að þessu sinni er dagskráin helguð Gils Guðmundssyni frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, fyrrum rithöfundi og alþingismanni. Áður hefur verið fjallað um seljabúskap, Brynjólf frá Vöðlum og tónlist hans. Menningarvakan er haldin á vegum Inga stofu í Friðarsetrinu en hún heitir eftir Guðmundi Inga á Kirkjubóli...
Meira
Súðavík við Álftafjörð í vetrarfeldi áður. Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).
Súðavík við Álftafjörð í vetrarfeldi áður. Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).
« 1 af 2 »
Þegar árrisult fólk kveikti á útvarpi að morgni 16. janúar 1995 hljómaði þar sorgartónlist og mátti ljóst vera að eitthvað skelfilegt hefði gerst. Og síðan komu fréttir, fremur óljósar í fyrstu: Snjóflóð hefði fallið á Súðavík, lagt hluta þorpsins í rúst og margir væru látnir. Þegar björgunarstarfi við mjög erfiðar aðstæður lauk var niðurstaðan þessi: Fjórtán manns fórust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Flóðið lenti á tuttugu húsum, en allmargir björguðust ómeiddir. ...
Meira
15.01.2015 - 07:22 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ingi Kristjánsson

Guðmundur Ingi Kristjánsson.
Guðmundur Ingi Kristjánsson.
« 1 af 3 »
Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 15. janúar 1907. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Halldórsdóttir.

Eftirlifandi eiginkona Guðmundar Inga er Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og stjúpsonur hans Sigurleifur Ágústsson....
Meira
Grettir Ásmundarson í túlkun Elfars Loga
Grettir Ásmundarson í túlkun Elfars Loga
« 1 af 4 »
Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Grettir á laugardag, 17. janúar 2015 klukkan 15. Sýnt verður í hina einstaka Minnsta óperuhúsi heims í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi. Frítt inn og allir sérlega velkomnir.
Í tilkynningu frá leikhúsinu eru þeir sem sækja sýninguna hvattir til að klæða sig vel, því engin hiti né ljós er í höll óperunnar. En það verður heitt og notalegt einsog ávallt í Minnsta óperuhúsi heims, þegar fólkið hefur fyllt salinn. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, leikstjóri Víkingur Kristjánsson, leikmynd og búninga gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir og tónlistina samdi Guðmundur Hjaltason....
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir á Þingeyrarfundinum í dag.
Lilja Rafney Magnúsdóttir á Þingeyrarfundinum í dag.
« 1 af 4 »
Fram kom að heimamenn vildu fá lengri frest til að vinna að umsókn í byggðakvóta Byggðastofnunar en umsóknarfresturinn rennur út þann 21 janúar n.k.
Fundarmenn studdu eindregið þá hugmynd sem ég hef kynnt um að binda aflaheimildir þeim sjávarbyggðum sem skilgreindar hafa verið sem brothættar byggðir hjá Byggðastofnun og taka þar með undir með fundarmönnum á atvinnumálafundinum á Flateyri deginum áður....
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstri grænna hélt opinn fund í Grunnskólanum á Flateyri í dag, 13. jan. 2015, kl. 18 og ræddi við heimamenn þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum á staðnum. 

Sambærilegur fundur verður á morgun, miðvikudaginn 14. janúar 2015, kl. 15:00  í Stefánsbúð - húsi Björgunarsveitarinnar á Þingeyri....
Meira
13.01.2015 - 21:30 | Björn Ingi Bjarnason,Sigríður Magnúsdóttir

Menningarvaka í Holti - Friðartsetri 17. jan. 2015

Friðarsetrið að Holti í Önundarfirði. Ljósm.: BIB
Friðarsetrið að Holti í Önundarfirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 5 »
Að þessu sinni verður menningarvaka okkar laugardaginn 17. janúar 2015 kl. 16:00 í Holti Friðarsetri - Önundarfirði. 
Hinn 15. janúar er fæðingardagur Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, og undanfarin ár hefur á þeim degi verið menningardagskrá í Holti. Að þessu sinni tókst okkur ekki að halda okkur við 15. og verðum því með dagskrá laugardaginn 17. janúar. ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31