A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
10.02.2015 - 08:23 | Álitamál að vestan: - Hallgrímur Sveinsson skrifar

Dugnaður og fórnarlund blessaðra kallanna í LÍÚ

Steingrímur Hermannsson.
Steingrímur Hermannsson.
« 1 af 2 »

Fjöldi útgerðarmanna, sem komust yfir togara á sínum tíma, þurftu ekki að hætta sínu eigin fé. Þeir fengu lánað nær til fulls fyrir kaupunum úr opinberum sjóðum og veðin voru aðeins í skipunum sjálfum. Útgerðarmenn höfðu því engu að tapa. Nokkrum árum síðar voru þessir sömu menn, sem ekki hættu eigin fjármagni nema að litlu leyti til kaupa á skipum, taldir sjálfsagðir handhafar, ef ekki eigendur kvótans þegar hann kom til sögunnar. Þá voru rökin þau að þeir hefðu með eigin dugnaði, fjármagni og fórnarlund dregið fiskinn úr sjó og fært hann á land áratugum saman!   


Svo kvað Steingrímur Hermannsson.


 

...
Meira
Dýrafjörður.
Dýrafjörður.
« 1 af 2 »
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar nauðsyn þess að framkvæmd Dýrafjarðarganga verði boðin út á þessu ári, eins og gildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Hönnun Dýrafjarðarganga er nú lokið og Vegagerðin er tilbúin að bjóða verkið út þegar ákvörðun stjórnvalda um fjárframlög liggur fyrir," segir í ályktun sem samþykkt var með atkvæðum allra bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Í rökstuðningi segir...
Meira
09.02.2015 - 13:03 | ruv.is,BIB

Kristján Davíðsson og norska selalýsið

Kristján Davíðsson.
Kristján Davíðsson.
« 1 af 2 »
Þróun Olivita er byggð á þekkingu frá meira en 20 ára rannsóknum og 9 klínískum stúdíum með samtals um 1200 þáttakendum, framkvæmdum af prófessorunum Bjarne Østerud og Edel O. Elvevoll við Háskólanní Tromsö í Noregi .

Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson frá Þingeyri sagði frá kynnum sínum af selalýsinu í Morgunútgáfunni í dag. 9. feb. 2015....
Meira
09.02.2015 - 11:57 | Vestfirska forlagið,BIB

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi 15. feb. 2015

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.
« 1 af 2 »

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febrúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 15:00.


Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vestan kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.

...
Meira
09.02.2015 - 06:54 | Fréttablaðið

Aldrei fór ég suður með breyttu sniði

Mugison.
Mugison.
« 1 af 2 »
Fyrirkomulagi hátíðarinnar hefur verið breytt. Fyrstu hljómsveitirnar tilkynntar.
"Við erum búnir að vera í smá naflaskoðun því það hefur svo margt breyst á þessum tíma. Þetta er tólfta hátíðin," segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn af aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fram fer 3.-4. apríl.
...
Meira
08.02.2015 - 20:21 | Álitamál að vestan: - Hallgrímur Sveinsson skrifar

Skömmtum skýrslugerðarmönnum ákveðinn orðafjölda

Alþingishúsið.
Alþingishúsið.
« 1 af 2 »
Við lifum í rannsókna-og skýrslugerðarþjóðfélagi. Allt skal rannsaka og gefa um það skýrslu. Fáir spyrja um kostnað, enda hafa menn oftast frjálsar hendur. Aðal atriðið er að rannsaka og skrifa skýrslu. Helst nógu langa svo enginn nenni að lesa hana. Henda henni svo. Málið dautt. Sennilega hefur skýslugerðin kostað þjóðina marga milljarða bara á síðasta ári. Óhjákvæmilegt er að rannsaka ýmsa hluti. ...
Meira
07.02.2015 - 20:59 | Fréttablaðið,BIB

Vigdís segir sögur

Vigdís Finnbogadóttir á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. ágúst 1980.
Vigdís Finnbogadóttir á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. ágúst 1980.
« 1 af 6 »

Vigdís Finnbogadóttir  mun ganga með gestum um sýninguna  -Ertu tilbúin, frú forseti ?- á morgun sunnudaginn, 8. febrúar 2015, klukkan 14.


Á sýningunni, sem er í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1 í Garðabæ, er sýndur fatnaður úr forsetatíð Vigdísar frá 1980 til 1996.


Vigdís mun ásamt Hörpu Þórsdóttur, forstöðumanni Hönnunarsafnsins, segja sögurnar á bak við tjöldin. Til dæmis hvaða meðvituðu ákvarðanir Vigdís tók um fataval fyrir opinberar heimsóknir, hvaða hefðir hún hefur skapað og hvaða reglum hún þurfti að fylgja.

...
Meira
06.02.2015 - 07:06 | Álitamál að vestan: - Hallgrímur Sveinsson skrifar

„Skrifiði viðhald á Þingeyrarflugvöll!“

Þingeyrarflugvöllur.
Þingeyrarflugvöllur.
« 1 af 2 »
Ísafjarðarflugvöllur er hættulegasti flugvöllur í heimi. Þingeyrarflugvöllur í Dýrafirði er aftur á móti nýbyggður. Flottasti flugvöllur á Vestfjörðum. Þó víðar væri leitað. Enda segja sumir að hann sé varavöllur fyrir Ísafjörð. Hreint aðflug. Samt lítið sem ekkert notaður vegna viðhaldsleysis...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31