A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
18.05.2015 - 22:33 | Björn Ingi Bjarnason

Dýrfirðingur dagsins

Arnar Sverrisson.
Arnar Sverrisson.
« 1 af 3 »
Dýrfirðingur dagsins er Arnar Sverrisson frá Þingeyri sem nú býr á Selfossi.

Arnar er fæddur 23. feb. 1967 og eru foreldrar hans Sverrir Karvelsson og Ósk Árnadóttir.

Arnar leit við í morgunkaffi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í dag, mánudaginn 18. maí 2015. Þar  var skrásetjari Þingeyrarvefsins  -BIB- staddur sem átt hefur samleið með Arnari í áratugi....
Meira
18.05.2015 - 20:21 | BIB,Ferðamálastofa

71.600 FERÐAMENN Í APRÍL 2015

Fyrsti húsbíll árins 2015 kom á Þingeyri í dag. Ljósm.: Jóvina M. Sveinbjörnsdóttir.
Fyrsti húsbíll árins 2015 kom á Þingeyri í dag. Ljósm.: Jóvina M. Sveinbjörnsdóttir.

Tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 12.400 fleiri en í apríl á síðasta ári. 

Aukningin nemur 20,9% milli ára.


Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar og 26,8% í mars.

...
Meira
Séð inn Dýrafjörð. Ljósm.: BIB
Séð inn Dýrafjörð. Ljósm.: BIB
Jörðin fór í gegnum hala Halleys-halastjörnunnar þann 18. maí 1910. 

Margir Íslendingar vöktu um nóttina til að fylgjast með og þýskir stjörnufræðingar rannsökuðu stjörnuhimininn yfir Dýrafirði. 

„Ekki hafa menn orðið varir við nein áhrif af halastjörnunni,“ sagði Þjóðólfur nokkrum dögum síðar....
Meira
18.05.2015 - 16:33 | Hallgrímur Sveinsson

Hvar eru nú hinir bestu menn?

Jón Sigurðsson horfir til Alþingis af Austurvelli. Hann var potturinn og pannan í störfum þess eftir að það var endurreist. Hann var einn af hinum bestu mönnum. Fremstur meðal jafningja. Það má taka hann til fyrirmyndar í hvaða skynsamlegu viðræðum sem er. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Jón Sigurðsson horfir til Alþingis af Austurvelli. Hann var potturinn og pannan í störfum þess eftir að það var endurreist. Hann var einn af hinum bestu mönnum. Fremstur meðal jafningja. Það má taka hann til fyrirmyndar í hvaða skynsamlegu viðræðum sem er. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

„Alþingismenn, hver um sig, gætu kosið leynilegri kosningu þá menn utan þings sem þeir treysta best. Þeirra eina hlutverk væri að sætta þá deiluaðila sem nú berast á banaspjót.“
   Þannig hljóðar tillaga okkar hér fyrir vestan sem við settum fram um daginn. 


Ríkisstjórnin gæti að sjálfsögðu einnig staðið svona að málum ef hún þekkti sinn vitjunartíma. En það hlustar náttúrlega enginn maður á svona vitlausar tillögur. Samt höldum við að það væri tilbreyting fyrir Alþingi að standa einu sinni á þennan hátt að tilnefningu manna til þjóðþrifaverka. Nokkra hina bestu menn úr öllum landsfjórðungum. Þessir umræddu góðu menn eru úti á stéttunum. 

...
Meira
Björn Guðmundsson.
Björn Guðmundsson.
« 1 af 5 »

Við skólaslit að Núpi í Dýrafirði s.l. þriðjudag (18. maí 1965) bauð Arngrímur Jónsson sérstaklega velkomna gesti, sem komnir voru til þess að afhenda skólanum að gjöf brjóstmynd af Birni Guðmundssyni fyrrverandi skólastjóra að Núpi.
Brjóstmynd þessi er gjöf frá , gömlum nemendum Björns, Héraðssambandi Vestur-Ísfirðinga og nokkrum velunnurum Björns heitins. 



Jón Bjarnason forstjóri frá Rvk., hafði orð fyrir gefendum.

...
Meira
Sigurður Þorkell Vignir Ómarsson og Brynjar Proppé Hjaltason nemendur í 10. Bekk með Erlu B. Kristjánsdóttur landslagsarkitekt sem er í stýrihóp fyrir verkefnið. Á myndina vantar bróður Brynjars, Anton Proppé Hjaltason, sem einnig vann að verkefninu í vetur
Sigurður Þorkell Vignir Ómarsson og Brynjar Proppé Hjaltason nemendur í 10. Bekk með Erlu B. Kristjánsdóttur landslagsarkitekt sem er í stýrihóp fyrir verkefnið. Á myndina vantar bróður Brynjars, Anton Proppé Hjaltason, sem einnig vann að verkefninu í vetur
Þrír nemendur í Grunnskólanum á Þingeyri hafa fengið viðurkenningu fyrir þátttöku í minjaverndarverkefni á Þingeyri.
Þeir þóttu sýna verkefninu mikinn áhuga og voru til fyrirmyndar í vinnubrögðum og öllum frágangi. Grunnskólarnir í Ísafjarðarbæ hafa tekið þátt í minjaverndarverkefninu ,,Uppbygging gömlu bæjanna – þrívíddarlíkön” í vetur. Nemendur hafa mælt upp og teiknað þrívíddarlíkön af húsum í elstu byggðakjörnunum á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafirði og Hnífsdal....
Meira
Heilsíða í Morgunblaðinu 18. maí 2015
Heilsíða í Morgunblaðinu 18. maí 2015
« 1 af 3 »
Fjórða bókin er komin út í bókaflokki Vestfirska forlagsins, Hornstrandir og Jökulfirðir. Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi.

Þar eru birtar fjölbreyttar, áhugaverðar og spennuþrungnar frásagnir úr ýmsum áttum, sem tengjast mannlífi og menningu úr Sléttuhreppi og Grunnavíkurhreppi norðan Ísafjarðardjúps. Í kynningu segir: „Í Hornstrandabókum forlagsins er svo til eingöngu gamalt vín á nýjum belgjum, frásagnir sem flestir eru búnir að gleyma, en geta nú gengið að á einum stað." Bókin er 132 blaðsíður í þægilegu broti....
Meira
18.05.2015 - 06:02 | Hallgrímur Sveinsson,Fjórðungssamband Vestfirðinga

Boðið upp á þrjár ferðir í viku Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður

Friðfinnur Sigurðsson bílstjóri til hægri. Með honum á myndinni er frændi hans, Gunnlaugur Magnússon, fyrrum vörubifreiðarstjóri og utanbúðarmaður hjá K. D. í fjölda ára. Ljósm.:  H. S.
Friðfinnur Sigurðsson bílstjóri til hægri. Með honum á myndinni er frændi hans, Gunnlaugur Magnússon, fyrrum vörubifreiðarstjóri og utanbúðarmaður hjá K. D. í fjölda ára. Ljósm.: H. S.

Hóðferðamiðstöð Vestfjarða, sem þau hjónin Friðfinnur Sigurðsson og Sigríður Helgadóttir á Þingeyri reka, býður upp á þrjár rútuferðir í viku á leiðinni Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður frá 6. júní n. k. Er þessi akstur á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga.


   Nú er boðið upp á tvær ferðir í viku, en með sumaráætlun mun þeim fjölga í þrjár sem áður segir.  Að sögn Friðfinns Sigurðssonar, bílstjóra, hefur vetraraksturinn verið frekar dapur hvað fjölda farþega snertir. Friðfinnur er bjartsýnn og vonast hann til að með hækkandi sól muni þetta breytast eins og annað. Ýmsir aðilar geta náttúrlega nýtt sér þessar ferðir.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31