18.05.2015 - 06:02 | Hallgrímur Sveinsson,Fjórðungssamband Vestfirðinga
Friðfinnur Sigurðsson bílstjóri til hægri. Með honum á myndinni er frændi hans, Gunnlaugur Magnússon, fyrrum vörubifreiðarstjóri og utanbúðarmaður hjá K. D. í fjölda ára. Ljósm.: H. S.
Hóðferðamiðstöð Vestfjarða, sem þau hjónin Friðfinnur Sigurðsson og Sigríður Helgadóttir á Þingeyri reka, býður upp á þrjár rútuferðir í viku á leiðinni Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður frá 6. júní n. k. Er þessi akstur á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Nú er boðið upp á tvær ferðir í viku, en með sumaráætlun mun þeim fjölga í þrjár sem áður segir. Að sögn Friðfinns Sigurðssonar, bílstjóra, hefur vetraraksturinn verið frekar dapur hvað fjölda farþega snertir. Friðfinnur er bjartsýnn og vonast hann til að með hækkandi sól muni þetta breytast eins og annað. Ýmsir aðilar geta náttúrlega nýtt sér þessar ferðir.
...
Meira