18.05.2015 - 22:33 | Björn Ingi Bjarnason
Dýrfirðingur dagsins
Dýrfirðingur dagsins er Arnar Sverrisson frá Þingeyri sem nú býr á Selfossi.
Arnar er fæddur 23. feb. 1967 og eru foreldrar hans Sverrir Karvelsson og Ósk Árnadóttir.
Arnar leit við í morgunkaffi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í dag, mánudaginn 18. maí 2015. Þar var skrásetjari Þingeyrarvefsins -BIB- staddur sem átt hefur samleið með Arnari í áratugi.
Rifjað var upp að í dag eru nákvæmlega 19 ár frá fyrstu ferðar Arnars á Selfoss og leiddu til þess að hann er þar kvæntur Sólveigu Hilmarsdóttir og eiga þau fjögur börn.
Arnar Sverrisson hóf síðan rekstur fiskvinnslunnar Krossfisks ehf. á Stokkseyri árið 2001 sem hann starfrækir enn af orðlagðri vandvirkni og miklum afurðagæðum.
Björn Ingi Bjarnason.