A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
Enn er deilt um kvótann. Mynd GPM.
Enn er deilt um kvótann. Mynd GPM.
Ríflega 38 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til alþingis á síðunni þjóðareign.is um að hafna makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 
Í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar segir að hún sé nú ein af þeim fjölmennustu sem hafi verið efnt til hér á landi. „Undirskriftasöfnunin er komin langt yfir 10% - mark kosningabærra manna, sem tillaga Stjórnlagaráðs gerði ráð fyrir sem nægjanlegum fjölda undirskrifta, sem þyrfti til að krefjast þjóðaratkvæðis um einstök þingmál.“...
Meira
25.05.2015 - 06:29 | Hallgrímur Sveinsson

Fyrsta sjúkraskýli í sýslunni?

Skáli Guðmundar norðlenska, um 20 fermetrar að flatarmáli. Er þetta fyrsta sjúkraskýlið í sýslunni? Ljósm H. S.
Skáli Guðmundar norðlenska, um 20 fermetrar að flatarmáli. Er þetta fyrsta sjúkraskýlið í sýslunni? Ljósm H. S.

Frá Guðmundi norðlenska, 2. grein:


Við sögðum frá því um daginn, að öðlingurinn Knútur Bjarnason á Kirkjubóli hefði talið að Guðmundur læknir Guðmundsson hinn norðlenski (1799-1885), forfaðir þeirra smiðjumanna á Þingeyri, hefði fyrstur manna ræktað kartöflur í Dýrafirði. Hefur það líklega verið um eða uppúr 1855. Guðmundur hinn norðlenski var einn merkasti maður í sögu Dýrafjarðar. Fór meðal annars til Hollands þar sem hann dvaldi vetralangt í „vísindalegu augnamiði.“ Hann var samtímamaður Jóns Sigurðssonar og skrifuðust þeir á.

...
Meira
24.05.2015 - 22:06 | Björn Ingi Bjarnason

Hjallastefnan í heimsókn að Bollastöðum í Kjós

Ragnar Gunnarsson -Hjallabóndi- á Bollastöðum brosandi í hjallinum góða.
Ragnar Gunnarsson -Hjallabóndi- á Bollastöðum brosandi í hjallinum góða.
« 1 af 6 »
Í gær, laugardaginn 23. maí 2015 – á aðfangadegi hvítasunnu- fór sendinefnd frá Hjallastefnunni á Eyrarbakka í opinbera heimsókn að Bollastöðum í Kjós.

Erindið var að veita ábúendum að Bollastöðum þeim Ragnari Gunnarssyni frá Þingeyri og Unni Sigfúsdóttur viðurkenningu Hjallastefnunnar.
Viðurkenninguna fá þau fyrir –Frumkvæði og hæfni með framkvæmdagleði í anda Hjallastefnunnar  sem byggir á þjóðlegri stefnumótun-...
Meira
24.05.2015 - 19:50 | Hallgrímur Sveinsson

Hann kallaði mig ref!

Jón Þorsteinn Sigurðsson.
Jón Þorsteinn Sigurðsson.
Það var hér á árunum er þeir unnu saman í Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga Nonni rebbi og Kristján Sigurjónsson frá Sveinseyri. 
Þá var það einn morguninn að Rebbi var kallaður í símann, sem ekki var nú daglegt brauð í þá daga. 
Þegar hann kom til baka hafði hann sett dreyrrauðan og var ákaflega niðurdreginn. Þessu tók Stjáni rauði eftir og spurði vin sinn hvort eitthvað væri að....
Meira
Íslenska landsliðið á göngu­ferð ofan við Þórs­höfn í vik­unni.
Íslenska landsliðið á göngu­ferð ofan við Þórs­höfn í vik­unni.

Íslend­ing­ar Norður­landa­meist­ar­ar í brids
Íslenska landsliðið varði um helg­ina Norður­landa­meist­ara­titil sinn í opn­um flokki í brids. Mótið var haldið í Fær­eyj­um.


Sig­ur Íslands var afar ör­ugg­ur og voru úr­slit­in ráðin þegar tvær um­ferðir voru eft­ir. 


Ísland hlaut sam­tals 128,05 stig en Fær­ey­ing­ar höfnuðu í öðru sæti með 107,33 stig. 

...
Meira
24.05.2015 - 11:05 | Hallgrímur Sveinsson

Fari það í helvíti, Halli minn!

Lokinhamrar og Hrafnabjörg.
Lokinhamrar og Hrafnabjörg.

Fyrir all mörgum árum voru þau Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum og Sigurjón G. Jónasson á Lokinhömrum orðin einu íbúarnir í Lokinhamradal í Arnarfirði. Bjuggu stórbúi á sitt hvorum bænum. Lokinhamraáin á milli bæjanna.


  Nú var það eitt sinn um það leyti, að ég hitti Nonna rebba á planinu milli Gamla Kaupfélagsins og Salthússins á Þingeyri. Tókum við tal saman eins og alltaf er við hittumst.

...
Meira
24.05.2015 - 09:27 | Hallgrímur Sveinsson

Í minningu Nonna rebba á Þingeyri

Komið með eggin heitir þessi mynd. Nonni rebb með skipsfélögum sínum. Þeir eru að koma úr eggjaleiðangri úr einhverju fuglabjarginu. Líklega á m/b Sléttanesi. Frá vinstir. Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogason, skipstjóri, Jón Þorsteinn Sigurðsson og Gunnar Steinarsson. Ljósm. úr fórum Davíðs Davíðssonar. Líklega tekin af föður hans Davíð H. Kristjánssyni.
Komið með eggin heitir þessi mynd. Nonni rebb með skipsfélögum sínum. Þeir eru að koma úr eggjaleiðangri úr einhverju fuglabjarginu. Líklega á m/b Sléttanesi. Frá vinstir. Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogason, skipstjóri, Jón Þorsteinn Sigurðsson og Gunnar Steinarsson. Ljósm. úr fórum Davíðs Davíðssonar. Líklega tekin af föður hans Davíð H. Kristjánssyni.

Jón Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, sjómaður og veiðimaður, var til moldar borinn frá Þingeyrarkirkju á laugardaginn eð var. Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir jarðsöng. Jón refur, eins og hann var kallaður, var sérstakur karakter. Mun fárra slíkra að vænta héðan af.


   Nonni rebb var einn af afkomendum Sighvatar Borgfirðings. Þaðan munu sjálfsagt komin frásagnargenin sem hann hafði í ríkum mæli. Undirritaður hafði mikla ánægju af að spjalla við þennan lífsreynda og atorkusama mann. Heyra hann lýsa ýmsum þáttum úr ævi sinni með sínu sérstæða málfari og svara forvitnilegum spurningum hans. Aldrei talaði hann illa um nokkurn mann svo ég vissi. Frekar átti hann  það til að bera í bætifláka fyrir þá sem hallað var á.


   Jón var mikil refaskytta og kunni með byssur að fara.

...
Meira
24.05.2015 - 06:42 | Vestfirska forlagið

“Stop your whining, brother Oddur”

The schoolmaster Tómas Jónsson at work in the sheephouse. Photo: H. S.
The schoolmaster Tómas Jónsson at work in the sheephouse. Photo: H. S.
« 1 af 2 »

A short story from the book Life and History in the Westfjords of Iceland.


 Volume 1 Dýrafjörður. Edited by Vestfirska forlagið.


 Selected tales as told by Tómas Jónsson


 


Me and my brother Oddur were cutting turf one day. I used the scythe while Oddur picked up the pieces

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31