A A A
  • 1948 - Hólmgeir Pálmason
  • 1954 - Þórhallur Arason
Jón Þorsteinn Sigurðsson.
Jón Þorsteinn Sigurðsson.
« 1 af 2 »
Jón Þorsteinn Sigurðsson fæddist á Rana við Hvamm í Dýrafirði 22. janúar 1920. Hann lést á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri 4. maí 2015.


Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, f. 10.7. 1888, d. 11.3. 1941, frá Næfranesi við Dýrafjörð, og Margrét Arnfinnsdóttir, f. 21.6. 1895, d. 14.1. 1969, frá Lambadal við Dýrafjörð. Jón var fjórða barn foreldra sinna en þau eignuðust níu börn. Eftirlifandi bræður Jóns eru þeir: Jóhann Sigurlíni, f. 8. júlí 1928, og Gunnar, f. 6. maí 1930.

...
Meira
17.05.2015 - 07:20 | Morgunblaðið,BIB

Sigla allt að tíu sinnum í kringum landið

Dýrfirðingurinn Ágúst Ágústsson.
Dýrfirðingurinn Ágúst Ágústsson.
« 1 af 3 »

• Von á ríflega 105 þúsund farþegum í sumar • Fyrsta skipið komið


Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins fara að streyma til landsins. Amadea kom fyrst að landi á Akureyri á föstudaginn og siglir síðan til Reykjavíkur þar sem áætluð koma er við Skarfabakka í dag sunnudag 17. maí 2015.

...
Meira
17.05.2015 - 06:38 | Björn Ingi Bjarnason

Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag 17. maí 2015

Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag en 201 ár eru síðan landið fékk  stjórnarskrá.


 17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandslita á milli Noregs og Svíþjóðar.  Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs.

...
Meira
17.05.2015 - 06:15 | BIB,Blaðið - Vestfirðir

Vestfirskir tónlistarmenn: - Vestan 1

Forsíða Vestan - 1
Forsíða Vestan - 1
« 1 af 3 »

Tveggja diska safndiskur með 41 lagi er væntanlegur fyrir komandi sjómannadag.


Það eru vestfirskir tónlistarmenn sem standa að útgáfunni. Helstu hvatamenn eru Patreksfirðingarnir Sævar Árnason og Kristófer Kristófersson. Þeir sjá alfarið um alla vinnu varðandi undirbúning, samband við listamenn, prentun og masteringu og sendingar fram og til baka varðandi það allt, auk þess að leggja á sig óhemju vinnu við að aðstoða ýmsa listamenn.

...
Meira
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir.
Árlegir vortónleikar Karlakórsins Ernis, sem starfar í Ísafjarðarsýslu eru þessa dagana. 

Kórinn söng í Félagsheimilinu í Bolungavrík fimmtudagskvöldið, 14. maí 2015. 
Á sunnudag, 17. maí, verða tvennir tónleikar; á Þingeyri klukkan 15 í Félagsheimilinu 
og á Ísafirði klukkan 20 í Ísafjarðarkirkju. 
Tónleikarnir bera nafnið 15 landa söngveisla og stjórnandi kórsins er Beata Joó.  ...
Meira
16.05.2015 - 20:11 | Bjarni Guðmundsson,BIB

Bjarni Guðmundsson segir norskar áhrifasögur á Hvanneyri

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Ljósm.: BIB
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »
Í tilefni Íslenska safnadagsins á morgun, sunnudaginn 17. maí 2015, á þjóðhátíðardegi Norðmanna, ætlar Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri að segja nokkrar sögur um norsk áhrif á íslenskan landbúnað í tímanna rás. 
Sögustundin hefst um kl. 13.30 í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. 
Henni lýkur með dálítilli andakt við "nýjasta" grip Landbúnaðarsafnsins - Skerpiplóginn norska -...
Meira
16.05.2015 - 06:16 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós vikunnar

Hallvarður, Gunnar Gaukur og Valdimar við göngubrú yfir Hvalá. Ljósm.: Vesturverk.
Hallvarður, Gunnar Gaukur og Valdimar við göngubrú yfir Hvalá. Ljósm.: Vesturverk.
« 1 af 2 »
Hrós vikunnar fá félagarnir hjá Vesturverk ehf. 

Það eru bræðurnir Gunnar Gaukur Magnússon, Ytri-Veðrará í Önundarfirði og Valdimar Steinþórsson, Ísafirði  ásamt Hallvarði Aspelund, Ísafirði.  
Með ótrúlegri þrautseigju og kjarki hafa þeir barist fyrir því að Hvalá í Ófeigsfirði verði virkjuð til hagsbóta fyrir alla Vestfirði. 
Áætluð stærð Hvalárvirkjunar er 55 MW....
Meira
15.05.2015 - 21:51 | Björn Ingi Bjarnason

15. maí 2015 – afmælisbarn dagsins er Friðfinnur Elísson

Friðfinnur Elísson. Árið  er 1989. Ljósm.: BIB
Friðfinnur Elísson. Árið er 1989. Ljósm.: BIB
« 1 af 6 »
Meðal afmælisbarna dagsins -15. maí 2015- er Friðfinnur Elísson frá Þingeyri.
Friðfinnur fagnar 52 árum í dag en hann býr á Selfossi og hefur í mörg ár starfað við jarðgangnagerð; bæði hér á Íslandi og í Noregi.
Fyrir um 25 árum starfaði Friðfinnur í nokkur misseri  sem lyftaramaður og vörubílstjóri hjá Hólmaröst hf. fiskvinnslu í Reykjavík.
Skrásetjari á Þingeyrarvefnum fann nokkrar myndir frá þeim tíma í tilefni dagsins....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31