Ást við fyrstu sýn!
Komum m. a. við í Mjólkárvirkjun hjá Steinari Ríkarði Jónassyni, stöðvarstjóra og fjárræktarmanni þar. Þar hittum við Brynjólf nokkurn minka- og fjárbónda úr Skagafirði og að sjálfsögðu hestamann. Greinilega léttur náungi í lund og á fæti.
Þar hittum við einnig Pétur Jóhann, vélgæslumann. Var hellt á könnuna og farið yfir sviðið. Að sjálfsögðu var nýja bókin um Hornstrandir með í för og heimamönnum færð til lestrar. Sauðburður er að verða hálfnaður hjá fjárræktarmanninum og hefur gengið nokkuð vel. Bara gott hljóð í mönnum....
Meira