A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Björn Guðmundsson.
Björn Guðmundsson.
« 1 af 5 »

Við skólaslit að Núpi í Dýrafirði s.l. þriðjudag (18. maí 1965) bauð Arngrímur Jónsson sérstaklega velkomna gesti, sem komnir voru til þess að afhenda skólanum að gjöf brjóstmynd af Birni Guðmundssyni fyrrverandi skólastjóra að Núpi.

Brjóstmynd þessi er gjöf frá , gömlum nemendum Björns, Héraðssambandi Vestur-Ísfirðinga og nokkrum velunnurum Björns heitins.

Jón Bjarnason forstjóri frá Rvk., hafði orð fyrir gefendum. Minntist ræðumaður Björns heitins, en hann tók við skólastjórn af séra Sigtryggi Guðlaugssyni. Rakti hann æviatriði og starfsferil Björns á sviði fræðslumála, félags- og menningarmála, en Björn lézt á níræðisaldri á Akureyri þann 16. febrúar 1963.

— Björn Guðmundsson var einn af starfhæfustu forystumönnum í félags- og skólamálum á Vestfjörðum á sinni tíð og þó víðar væri leitað, sagði Jón Bjarnason. — Hann var ástsæll skólastjóri og vinsæll kennari.

Ræðumaður gat þess, að fyrir frumkvæði séra Eiríks J. Eiríkssonar, fyrrv. Skólastjóra að Núpi hefði verið gerð gipsmynd af Birni Guðmundssyni af listamanninum Ríkharði Jónssyni. Fyrir nokkru hefðu gamlir nemendur Björns, Héraðssamband Vestur-lsfirðinga og ýmsir velunnarar hins látna skólamanns hafizt handa um að gera afsteypu í bronze af brjóstmynd þessari og hefði sú afsteypa heppnazt mjög vel.

Viðstödd þessa athöfn var bróðurdóttir Björns, frú Guðbjörg Guðmundsdóttir. Bað ræðumaður hana að afhjúpa myndina, og færði hana síðan skólanum að gjöf.

 

Arngrímur Jónsson skólastjóri þakkaði þessa góðu gjöf og kvað fara vel á því, að í þessum salarkynnum væru nú brjóstmyndir af þessum tveimur merku forvígismönnum Núpsskóla, séra Sigtryggi og Birni.

Því næst talaði Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli Bjarnardal og minntist Björns Guðmundssonar.

 

Að athöfninni lokinni buðu skólastjórahjónin til kaffidrykkju og var mikið fjölmenni.

Þar talaði Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal og minntist Björns Guðmundssonar og hugsjóna hans og starfs.

 Einnig töluðu Jóhannes Davíðsson í Neðri-Hjarðardal og Ásberg Sigurðsson sýslumaður Barðstrendinga.

 

Að lokum þakkaði skólastjórinn gestunum komuna.

Blaðið Vesturland á Ísafirði  1965

Ritstjóri Högni Torfason

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31