A A A
  • 1948 - Hólmgeir Pálmason
  • 1954 - Þórhallur Arason
13.05.2015 - 07:17 | Hallgrímur Sveinsson

Tom Scott wants his name to live on

Schoolmaster Tómas Jónsson.
Schoolmaster Tómas Jónsson.
« 1 af 2 »
Tómas Jónsson, former schoolmaster on Thingeyri, manager of the local savings bank, and much else besides, is one of the descendants of the American halibut fishers from Gloucester, who camped at Þingeyri for a while at the end of the nineteenth century. His mother, Valgerður, was the daughter of Tom Scott, a prosperous captain of one of the majestic American schooners....
Meira
13.05.2015 - 07:09 | Vestfirska forlagið

Þingeyrarvefurinn tekur upp nýmæli

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
Á næstunni munum við birta á ensku nokkrar skemmtilegar og fræðandi frásagnir úr bókinni Life and History in the Westfjords of Iceland, 1. hefti sem fjallar um Dýrafjörð. Vestfirska forlagið gaf þá bók út. 
Við biðjum alla sem áhuga hafa að láta þetta berast til ferðamanna og annarra gesta.

Hallgrímur Sveinsson Björn Ingi Bjarnason

Dear foreign visitors

 Now we at thingeyri.is are going to give you some present. We will print some stories next days from the book Life and History in the Westfjords of Iceland. Volume 1 Dýrafjörður. Edited by Vestfirska forlagið. We hope you enjoy that.
...
Meira
12.05.2015 - 22:43 | Morgunblaðið,BIB

12. maí 1926 - lög um sérleyfi að virkja Dynjandisá

Við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Alþingi samþykkti lög þann 12. maí 1926 um að heimila ráðherra að veita dönskum félögum sérleyfi í sextíu ár til að virkja Dynjandisá og önnur fallvötn í Arnarfirði. 
Rúmum aldarfjórðungi síðar var Rafmagnsveitum ríkisins heimilað að virkja Dynjandisá eða Mjólká. 
Mjólkárvirkjun var tekin í notkun sumarið 1958....
Meira
Winston Spencer Churchill.
Winston Spencer Churchill.
« 1 af 2 »
Hinn frjálsi heimur stendur í ævarandi þakkarskuld við Breta fyrir það hversu staðfastir þeir stóðu gegn nazistum og fylgifiskum þeirra í seinni heimsstyrjöldinni. Á ögurstund reis upp nýkjörinn forsætisráðherra þeirra, Winston S. Churchill og sagðist ekkert hafa að bjóða þeim annað en blóð, svita og tár ef sigur ætti að vinnast á mestu myrkraöflum sögunnar. Þessa sögu þekkja flestir og hvernig Bandaríkjamenn lögðust svo á árarnar með Bretum, Rússum og bandamönnum þeirra í þeim ógnvænlega heildarleik svo sigur vannst að lokum....
Meira
12.05.2015 - 06:09 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:

Frá sjávarsíðunni

Grásleppubátar frá Flateyri. Árabáturinn og móðurskipið. Hér í skemmtisiglingu á sjómannadegi fyrir rúmum 30 árum. Ljósm.: BIB
Grásleppubátar frá Flateyri. Árabáturinn og móðurskipið. Hér í skemmtisiglingu á sjómannadegi fyrir rúmum 30 árum. Ljósm.: BIB

Heildarafli á grásleppuvertíðinni nálgast nú 4000 tonn segir í frétt frá Fiskistofu. Þá er eftir þriðjungur af leyfilegum heildarafla þessa árs. Verðmætið er komið í rúmar 800 milljónir.


Þó að nokkrir bátar séu búnir með sína daga eru sumir nýbyrjaðir og aflabrögð víða bærileg. Bátar frá norðanverðum Austfjörðum eru í efstu sætunum með mestan afla.

...
Meira
11.05.2015 - 20:49 | Hallgrímur Sveinsson

Krían er komin í Arnarfjörð

Krían með síli í kjaftinum. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Krían með síli í kjaftinum. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Í gær sáust nokkrar kríur í æðarvörpunum á Hrafnseyri og Auðkúlu í Arnarfirði. Voru þær komnar með síli í gogginn. Eitthvað líf af því tagi virðist því vera í firðinum.
Öll náttúran lifnar er þessi langföruli farfugl kemur fljúgandi af Suðurskautslandinu og bætist í hóp hinna sem komnir eru. 
Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári....
Meira
11.05.2015 - 07:10 | Björn Ingi Bjarnason

11. maí 1965

Hilmir II KE 8 frá Flateyri. Ljósm.: Trausti Magnússon.
Hilmir II KE 8 frá Flateyri. Ljósm.: Trausti Magnússon.
« 1 af 5 »
Í dag er 11. maí sem um aldir var lokadagur vetrarvertíðar hér á landi.

Önfirðingar horfa til lokadagsins 1965 en á vetrarvertíðinni það ár náði áhöfnin á Hilmi II KE 8 frá Flateyri, undir skipstjórn Hrings Hjörleifssonar, þeim frábæra árangri að verða aflahæðstir línubáta á Vestfjörðum og yfir landið með 757.7 tonn samtal í 82 róðrum....
Meira
10.05.2015 - 07:43 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hvar er nú Síðu-Hallur og aðrir hinir bestu menn?

Jón Sigurðsson á Austurvelli fylgist vel með Alþingi. Hann var potturinn og pannan í störfum þess eftir að það var endurreist. Hann var einn af hinum bestu mönnum. Fremstur meðal jafningja. Það má taka hann til fyrirmyndar í hvaða skynsamlegu viðræðum sem er. Ljósm.: BIB
Jón Sigurðsson á Austurvelli fylgist vel með Alþingi. Hann var potturinn og pannan í störfum þess eftir að það var endurreist. Hann var einn af hinum bestu mönnum. Fremstur meðal jafningja. Það má taka hann til fyrirmyndar í hvaða skynsamlegu viðræðum sem er. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »
Saga Íslands vitnar um það, að þegar vandræði bar að höndum voru oft kallaðir til hinir bestu menn og þeir beðnir að gera um málin.  Þeirra úrskurði  skyldu allir hlíta. 

Ljóst er að málefni vor eru komin í ónýtt efni rétt einu sinni. Nú þarf Alþingi að taka rögg á sig og skipa hina bestu menn í dóm. Til dæmis færi vel á að fimm menn úr hverjum landsfjórðungi verði tilnefndir í hann. Alþingismenn, hver um sig, gætu til dæmis kosið leynilegri kosningu þá menn utan þings sem þeir treysta best. 

Þeirra eina hlutverk væri að sætta þá deiluaðila sem nú berast á banaspjótum. Og gera það með skynsamlegum viðræðum eins og Síðu-Hallur og þeir forðum. Engar þvinganir eða lög. Þetta mætti vel prófa einu sinni að fornum sið....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31