Boðið upp á þrjár ferðir í viku Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður
Hóðferðamiðstöð Vestfjarða, sem þau hjónin Friðfinnur Sigurðsson og Sigríður Helgadóttir á Þingeyri reka, býður upp á þrjár rútuferðir í viku á leiðinni Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður frá 6. júní n. k. Er þessi akstur á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Nú er boðið upp á tvær ferðir í viku, en með sumaráætlun mun þeim fjölga í þrjár sem áður segir. Að sögn Friðfinns Sigurðssonar, bílstjóra, hefur vetraraksturinn verið frekar dapur hvað fjölda farþega snertir. Friðfinnur er bjartsýnn og vonast hann til að með hækkandi sól muni þetta breytast eins og annað. Ýmsir aðilar geta náttúrlega nýtt sér þessar ferðir.
Ekið verður frá Ísafirði miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga í sumar. Brottför frá Ísafirði kl. 15,30 frá Strætóstoppistöð við Pollgötu. Brottför frá Hólmavík er stuttu eftir komu strætó úr Borgarnesi. Ef fólk í Reykjavík hringir í skiptborð Strætó, benda þeir fólki á að panta beint hjá Friðfinni. Símanúmer hans er 893-1058. Þar geta allir pantað.
Hallgrímur Sveinsson.