18.05.2015 - 11:13 | bb.is
Fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í minjaverndarverkefni
Þeir þóttu sýna verkefninu mikinn áhuga og voru til fyrirmyndar í vinnubrögðum og öllum frágangi. Grunnskólarnir í Ísafjarðarbæ hafa tekið þátt í minjaverndarverkefninu ,,Uppbygging gömlu bæjanna – þrívíddarlíkön” í vetur. Nemendur hafa mælt upp og teiknað þrívíddarlíkön af húsum í elstu byggðakjörnunum á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafirði og Hnífsdal.
Nú er verið að vinna líkön af bæjarstæðunum þar sem elstu húsin standa og smátt og smátt munu þrívíddarlíkönin með húsum og götum sjá dagsins ljós. Líkönin verða gerð aðgengileg og notendavæn og það er von þeirra sem að verkefninu standa að líkönin geti orðið fagfólki, íbúum og öðrum áhugasömum til gagns og gamans í nánustu framtíð.