A A A
  • 1975 - Sesselja Hreinsdóttir
  • 1977 - Elísabet Sif Helgadóttir
  • 2011 - Máni Sigurjónsson
24.06.2015 - 07:54 | Sæmundur Þorvaldsson

Gróðursetning í Yrkju-reit á Þingeyri 27. júní 2015

Þingeyri við Dýrafjörð Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Skógæktarfélag Dýrafjarðar og Grunnskólinn á Þingeyri hyggjast taka þátt í að heiðra Vigdísi með því að gróðursetja þrjú stæðileg birkitré við Yrkju-reit fyrir innan þorpið laugardaginn 27. júní nk. kl. 11:00 árdegis.


Það var einmitt Vigdís sem stofnaði Yrkjusjóðinn sem hefur fjármagnað plöntukaup Yrkjuskóga grunnskóla vítt og breitt um landið. Yrkjuskógur skólans á Þingeyri er orðinn hinn stæðilegasti og ekki ofsagt að hann sé með myndarlegustu Yrkjuskógum landsins.

...
Meira
23.06.2015 - 23:24 | Hallgrímur Sveinsson

Að ganga í Háskóla alþýðunnar

Steingrímur Hermannsson.
Steingrímur Hermannsson.

Hvar hefur okkur Íslendinga borið af leið? Skyldi byrjunin hafa verið þegar þjóðin fór að ala upp kynslóðir sem sjaldan eða aldrei hafa þurft að dýfa hendi í kalt vatn? Nú skulum við kalla til þrjá menn sem segja frá göngu sinni í Háskóla alþýðunnar.  


   Fyrst skulum við kalla til á þessum fallega degi Steingrím Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir svo í sínum merku endurminningum, sem Dagur B. Eggertsson skráði:

...
Meira
23.06.2015 - 23:20 | Hallgrímur Sveinsson

Að ganga í Haskóla alþýðunnar 2. grein

Matthías Johannessen.
Matthías Johannessen.

Næst skulum við kalla til Matthías Johannessen skáld og ritstjóra.


Matthías segir:    “Í ljóðinu Bregður öld við aðra lýsir Matthías alþýðumanni, sem telur sig hafa frá litlu að segja, en er þó hafsjór af reynslu. Með því dregur Matthías það fram, sem var lýsandi fyrir hann sem ritstjóra, að líta undir yfirborðið og segja frá lífsbaráttu fólks í grunnatvinnuvegunum.


   Í nóv. 2009 talaði Pétur Blöndal við Matthís í Mbl. Þar sagði Matthías meðal annars:  

...
Meira
Edda Hermannsdóttir Gunnarssonar.
Edda Hermannsdóttir Gunnarssonar.
Edda Hermannsdóttir Gunnarssonar úr Dýrafirði hefur verið ráðin samskiptastjóri Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf bankans til fjölmiðla sem og samfélagsstefnu bankans. 
Íslandsbanki leggur áherslu á góð samskipti við fjölmiðla og kappkostar að veita skýr og greinargóð svör við spurningum fjölmiðla eftir því sem kostur er. 
Samfélagsstefna bankans, Heildun, er ein þriggja stefnuáherslna bankans. Með Heildun leggur Íslandsbanki áherslu á að vera fyrirmynd í umhverfinu með stefnu sinni í samfélagslegri ábyrgð...
Meira
22.06.2015 - 21:23 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Steingrímur Hermannsson

Björn Ingi Bjarnason og Steingrímur Hermannsson, f.v. forsætisráðherra, á tröppum Ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu 32 í Reykjavík þar sem Steingrímur ólst upp. Húsið stóð áður á Sólbakka við Flateyri sem íbúðarhús hvalfangarans Hans Ellefsen.
Björn Ingi Bjarnason og Steingrímur Hermannsson, f.v. forsætisráðherra, á tröppum Ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu 32 í Reykjavík þar sem Steingrímur ólst upp. Húsið stóð áður á Sólbakka við Flateyri sem íbúðarhús hvalfangarans Hans Ellefsen.
« 1 af 3 »

Steingrímur fæddist í Reykjavík 22. júní 1928, sonur Hermanns Jónassonar, alþingismanns og ráðherra og eiginkonu hans, Vigdísar Oddnýjar Steingrímsdóttur.
Steingrímur Hermannsson ólst upp í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32 í Reykjavík sem sonur forætisráðherra, Hermanns Jónassonar.
Steingrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1948 og prófi í rafmarksverkfræði frá tækniháskólanum í Chicago árið 1951. Þá lauk hann  M.Sc.-próf frá California Institute of Technology í Pasadena árið 1952.
Eftir nám starfaði Steingrímur sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952—1953 og hjá Áburðarverksmiðjunni  1953—1954. Hann starfaði einnig sem  verkfræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955—1956. Hann var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957—1978.


Steingrímur var kjörinn á Alþingi 1971 fyrir Framsóknarflokkinn og sat þar til ársins 1994.

...
Meira
Fyrsta embættisverg Vigdísar Finnbogadóttur sem forseti var á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. ágúst 1980. Ljósm.: BIB
Fyrsta embættisverg Vigdísar Finnbogadóttur sem forseti var á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. ágúst 1980. Ljósm.: BIB
« 1 af 5 »
Fyrirhugað er að halda upp á þau tímamót um helgina að 35 ár eru frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, en Vigdís er jafnframt fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti. Af því tilefni hafa ýmis félagasamtök og stofnanir lagt á ráðin og efna til hátíðardagskrár á sunnudag. Vigdís hefur stutt mjög mikið við gróðurvernd og hefur tekið mikinn þátt í starfi Skógræktarfélags Íslands, setið fjölda aðalfunda og er heiðursfélagi. Hún stofnaði Yrljusjóð sem dreifir plöntum til grunnsóla ár hvert og hefur stutt mörg önnur gróðurverndarfélög og landvernd almennt....
Meira
22.06.2015 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hringurinn um Vestfirsku Alpana orðinn jeppafær

Gunnar Gísli á nýjum Payloader sínum fyrir nokkrum árum. Hemmi Gunn er að dást að tækinu. Hann sagði að svona stórt tæki hefði aldrei komið í Haukadal! Ljósm.: H. S.
Gunnar Gísli á nýjum Payloader sínum fyrir nokkrum árum. Hemmi Gunn er að dást að tækinu. Hann sagði að svona stórt tæki hefði aldrei komið í Haukadal! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Frétt úr Auðkúluhreppi:


Nú er hringvegurinn um Vestfirsku Alpana, sem sumir leyfa sér að kalla Kjaransbraut, orðinn fær.
Að sögn Gunnars Gísla Sigurðssonar hreinsaði hann fjörurnar undir Skútabjörgum og inn úr í Stapadal seinni part fyrri viku. Var vegurinn orðinn jeppafær á föstudagskvöld kl. 20,00 upp á mínútu. Talsvert var af grjóti á fjörunum sem Ægir konungur hafði kastað þangað upp í vetur að gamni sínu. En hann Gunnsi okkar var nú ekki lengi að redda því.  
Ekki þarf að taka fram að menn verða að aka þarna með gát ekki síður en annarsstaðar. 


 
...
Meira
21.06.2015 - 13:58 | Hallgrímur Sveinsson

Galtómur kassi!

Matthías Guðmundsson áttræður. Ljósm.: Hulda Sigmundsdóttir.
Matthías Guðmundsson áttræður. Ljósm.: Hulda Sigmundsdóttir.

Í minningu Matthíasar Guðmundssonar í Smiðjunni á Þingeyri 
Matthías Guðmundsson í  Smiðjunni á Þingeyri var landsþekktur persónuleiki. Setti mikinn svip á umhverfi sitt. Og erlendir togaramenn margra þjóða þekktu Matthías  og hina rómuðu viðgerðarþjónustu hjá þeim feðgum á Þingeyri. Sama mátti segja um íslenska flotann og þá sem honum stjórnuðu.


   Nú var það eitt sinn á þeim árum sem niðurlæging nýsköpunartogaranna var sem mest, að útgerðarmaður nokkur fékk fyrirgreiðslu hjá Matthíasi fyrir skip sitt.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31