Grettisstund með Einari Kára og Elfari Loga
Grettisstundin verður sunnudaginn 28. júní 2015 kl.20.00....
Meira
Í dag, sunnudaginn 21. Júní 2015, eru sólstöður að sumri, en þá er dagurinn lengstur hjá okkur. Nánar tiltekið eru sólstöður kl. 16:38 í dag en á því augnabliki snýr norðurpóll jarðar næst sólu.
Upp úr þessu fara dagarnir að styttast en þrátt fyrir það mun þó líklega hlýna enn um sinn því að meðaltali er hvað hlýjast í lok júlí.
...Það þarf ekkert að taka út úr sér fölsku tönnurnar núna!
Ótrúlega mikil umferð hefur verið um Vesturleið frá Þingeyri í Vatnsfjörð undanfarna daga. Og fer vaxandi ef eitthvað er. Ótal tegundir af farartækjum fara hér um fram og til baka. Má þar nefna drossíur, jeppa, vörubíla, húsbíla, mótorhjól og reiðhjól af öllum gerðum. Og svo eru náttúrlega puttalingarnir á ferðinni. En fáséðir enn sem komið er.
...Bakarí – Café & Konditori
Bakaríið á Þingeyri er gengur nú í endurnýjun lífdaganna eins og mörg önnur forn hús á Þingeyri síðustu ár. Bakaríið, sem reist var árið 1906, á sér mjög merkilega sögu sem að hluta til má lesa um í Bókunum að vestan. Sá sem reisti húsið mun hafa verið Sveinbjörn bakarameistari og er lítið um hann vitað. Þar gerðu garðinn frægan Steinn bakari og kona hans Jóhanna. Þá sonur þeirra Höskuldur og hans kona Hulda. Og svo fleiri og fleiri á eftir þeim.
Þetta fallega hús, Bakaríið á Þingeyri, er auðvitað alfriðað.
...