Gróðursetning í Yrkju-reit á Þingeyri 27. júní 2015
Skógæktarfélag Dýrafjarðar og Grunnskólinn á Þingeyri hyggjast taka þátt í að heiðra Vigdísi með því að gróðursetja þrjú stæðileg birkitré við Yrkju-reit fyrir innan þorpið laugardaginn 27. júní nk. kl. 11:00 árdegis.
Það var einmitt Vigdís sem stofnaði Yrkjusjóðinn sem hefur fjármagnað plöntukaup Yrkjuskóga grunnskóla vítt og breitt um landið. Yrkjuskógur skólans á Þingeyri er orðinn hinn stæðilegasti og ekki ofsagt að hann sé með myndarlegustu Yrkjuskógum landsins.
Athöfnin fer fram í Yrkju svæðinu: uþb. 100 m fyrir ofan þjóðveginn og uþb. 100m fyrir utan vegrist.
Til stendur að gróðursetja þrjú stálpuð birkitré; eitt fyrir stelpurnar, annað fyrir strákana og það þriðja fyrir óbornar kynslóðir.
Smáveitingar í boði fyrir smáfólkið,- mætum og sýnum Vigdísi þakklætisvott.
Sæmundur Þorvaldsson.