29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna
Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.
Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.
Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.
...Meira