A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiđdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
30.06.2015 - 22:48 | Kristján Pálsson,BIB

Ferđ á Fjallaskaga

Fjallaskagi í Dýrafirđi. Ljósm.: Kristján Pálsson.
Fjallaskagi í Dýrafirđi. Ljósm.: Kristján Pálsson.
« 1 af 5 »

Kristján Pálsson skrifar:
Við fórum nokkrir félagar að Fjallaskaga í Dýrafirði laugardaginn 27. júní 2015 til að skoða fornar verbúðaminjar.


Ég fór einnig að bæjarrústunum í Fjallaskaga en formóði mín Guðrún Ásmundsdóttir var fædd þar 1682 en settist að í Hnífsdal um 1707. Hún var gift Jóni Jónssyni hreppstjóra og bjuggu þau í Hnífsdal neðri.


Í Fjallaskaga voru 18 verbúðir 1710 og 27 árabátar gerðir þaðan út frá flestum bæjum í Dýrafirði. Illfært er að Fjallaskaga nema af sjó.

...
Meira
30.06.2015 - 18:09 | Björn Ingi Bjarnason

Napóleon í Dýrafirđi

 Jerome Napoleon prins, bróđursonur Napoleons I
Jerome Napoleon prins, bróđursonur Napoleons I
« 1 af 3 »

Þann 30. júní 1856 kom Napóleón prins, bróðursonur Napóleóns keisara Frakka, til Reykjavíkur á herskipi nokkru.


Á ferðalagi sínu gerði hann síðan stans í Dýrafirði en þar höfðu Frakkar hug á að húrra upp fiskiðju og verslun þar sem íbúafjöldinn gæti orðið í framhaldinu nokkur þúsund manns.

Napóleon prins gefur evrópskan tískugrip til Íslands

...
Meira
30.06.2015 - 17:07 | bb.is,BIB

Keppir undir merkjum Höfrungs

Sigurđur G. á fáki sínum á Ţingeyri. Mynd úr ţćttinum Sjálfstćtt fólk á Stöđ 2.
Sigurđur G. á fáki sínum á Ţingeyri. Mynd úr ţćttinum Sjálfstćtt fólk á Stöđ 2.
Hinn landskunni lögfræðingur Sigurður G. Guðjónsson frá Þingeyri er kappsamur hjólreiðamaður og tekur þátt í hjólreiðakeppnum sem nú spretta upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið. 
Eins og sönnum Dýrfirðingi sæmir keppir Sigurður undir merkjum Höfrungs, eins og um síðustu helgi þegar hann tók þátt í Tour de Hvolsvöllur þar sem hjóluð var 110 km leið. ...
Meira
30.06.2015 - 16:35 | bb.is,BIB

Farţegum fjölgar jafn og ţétt

Sigríđur Kristín Helgadóttir og Friđfinnur S. Sigurđsson. Ljósm.: Bergţór Gunnlaugsson.
Sigríđur Kristín Helgadóttir og Friđfinnur S. Sigurđsson. Ljósm.: Bergţór Gunnlaugsson.
Farþegum sem nýta sér áætlunarferðir milli Hólmavíkur og Ísafjarðar fjölgar jafnt og þétt að sögn Friðfinns Sigurðssonar hjá Hópferðamiðstöð Vestfjarða sem sér um ferðir þrisvar í viku milli staðanna. „Það voru 28 farþegar með okkur á sunnudag svo þetta er allt að koma. Vetraraksturinn var frekar dapur en nú er þetta farið að líta betur út,“ segir Friðfinnur. 

Í sumar verður ekið frá Ísafirði á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum....
Meira
30.06.2015 - 11:21 | Hallgrímur Sveinsson

Hreppsnefnd Auđkúluhrepps ályktar um veđurfarsmál

Frá vinstri: Sigríđur Ragnarsdóttir, bóndi á Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, bróđir Sigurjóns bónda, Guđrún Steinţórsdóttir, húsfreyja og bóndi á Hrafnseyri um 40 ára skeiđ, Elís Kjaran, brautryđjandi og Sigurjón. Ljósm.: H. S.
Frá vinstri: Sigríđur Ragnarsdóttir, bóndi á Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, bróđir Sigurjóns bónda, Guđrún Steinţórsdóttir, húsfreyja og bóndi á Hrafnseyri um 40 ára skeiđ, Elís Kjaran, brautryđjandi og Sigurjón. Ljósm.: H. S.

Á fundi hreppsnefndar Auðkúluhrepps í gær var rætt um veðurfarið. Samþykkti nefndin samhljóða að beina þeim tilmælum til almættisins að við fengjum eins og þrjá góða rigningardaga hérna fyrir vestan. Einn slíkan á morgun, miðvikudag og svo tvo á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Semsagt einn fyrir gróðurinn, einn fyrir mannskepnuna og þann þriðja fyrir dýr merkurinnar eða þannig.  


   Segja má að þessi samþykkt valdi nokkrum tímamótum. Um hana má auðvitað segja líkt og sagt var í gamla daga: Lítið er ungs manns gaman. En ekki má gleyma því að öllu gamni fylgir nokkur alvara! 

...
Meira
Kápa bókarinnar.
Kápa bókarinnar.
Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar verður sett kl. 18 á fimmtudag 2. júlí 2015.  Rétt er - Dýrafjarðardagar verða settir á föstudeginum 3. júlí klukkan 18:00!
Að þessu sinni fer setningarathöfnin fram á Gili í Dýrafirði, til heiðurs Oddi Jónssyni bónda á Gili, sem stundaði þar búskap þar til hans lést 71 árs að aldri, árið 1998. Dætur hans, Kristín og Valgerður Oddsdætur lesa upp úr nýútkominni bók sinni, sem inniheldur ljóð og vísur eftir föður þeirra. Bókin heitir „Já elskan mín“....
Meira
29.06.2015 - 15:38 | Hallgrímur Sveinsson

“Suma vantar alltaf allt”

Steinn Steinarr.
Steinn Steinarr.
« 1 af 2 »

Úr nýju Vestfjarðatíðindunum:


  “Suma vantar alltaf allt, en aðra skortir aldrei neitt, en samt eru þeir jafnilla staddir. Það er eins og sumir menn séu jafnfátækir hvað mikla peninga sem þeir eiga.”
Svo sagði Vestfirðingurinn Steinn Steinarr (1908-1958) í viðtali við Matthías Johannessen í M Samtöl V, en í því verki má segja að sé nokkurs konar Íslandssaga í hnotskurn á 19. og 20. öld. Hér hittir skáldið naglann á höfuðið sem oftar og er mikið íhugunarefni fyrir þjóð sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, en vantar alltaf allt sama hvað hún eignast mikið

...
Meira
29.06.2015 - 15:17 | bb.is,BIB

Geena Davis á Ţingeyri

Geena Davis
Geena Davis
« 1 af 2 »
Jón Sigurðsson hljóðfærasmiður á og rekur Hljóðfærasafnið á Þingeyri. Safnið var áður heima hjá Jóni en hefur verið flutt í annað húsnæði. Á safninu má sjá hljóðfæri smíðuð af Jóni ásamt þjóðlagahljóðfærum frá ýmsum löndum. „Ég hef líklega smíðað um helming hjóðfæranna hér“ segir Jón. Stöðug aukning er í komum gesta á safnið. Í vikunni mætti þar bandaríska leikkonan Geena Davis ásamt syni sínum og fylgdarliði en hún var stödd hérlendis vegna ráðstefnunnar Inspirally WE2015 sem haldin var í Hörpu....
Meira
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31