A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
23.06.2015 - 23:20 | Hallgrímur Sveinsson

Að ganga í Haskóla alþýðunnar 2. grein

Matthías Johannessen.
Matthías Johannessen.

Næst skulum við kalla til Matthías Johannessen skáld og ritstjóra.


Matthías segir:    “Í ljóðinu Bregður öld við aðra lýsir Matthías alþýðumanni, sem telur sig hafa frá litlu að segja, en er þó hafsjór af reynslu. Með því dregur Matthías það fram, sem var lýsandi fyrir hann sem ritstjóra, að líta undir yfirborðið og segja frá lífsbaráttu fólks í grunnatvinnuvegunum.

   Í nóv. 2009 talaði Pétur Blöndal við Matthís í Mbl. Þar sagði Matthías meðal annars:   

   „Ég vildi ekki að sífellt yrði talað við þessa fimmtíu Íslendinga sem voru í öllum fjölmiðlum – og endast þar illa. Ég vildi fá óþekkta alþýðufólkið inn í mína veröld. Og græddi mest á því sjálfur. Menntaðasta fólk sem ég hef kynnst er þetta alþýðufólk, sem bjó að meiri reynslu en venjulegur háskóli. Og var meiri næring fyrir sálina, en nokkur nútímaþekking. En þetta fólk hafði yfirleitt ekki lært neitt nema að lifa með náttúrunni, að lifa með umhverfi sínu, eins og það væri partur af því, en ekki drottnari þess. Ég veit þó vel að Fjölnismenn tala um þau miklu fyrirheit sem eru fólgin í því að beisla orku náttúrunnar samfélagnu til heilla. Þetta er eitt af grundvallaratriðum Fjölnis.””  

Hallgrímur Sveinsson. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31