22.06.2015 - 21:03 | BIB,bb.is
Heiðursgróðursetning Vigdísar á Ísafirði á laugardag
Í tengslum við þessi merku tímamót hefur því verið rætt um aðkomu skógræktarfélaganna og er niðurstaðan sú að félögin, ásamt sveitarfélögum um land allt, standi saman að gróðursetningu laugardaginn 27. júní. Fyrirhugað er að gróðursetja þrjár trjáplöntur á hverjum stað líkt og Vigdís gerði með táknrænum hætti í forsetatíð sinni víða um land ásamt börnum frá viðkomandi stað. Gróðursett var gjarnan eitt tré fyrir stúlkur eitt fyrir pilta og eitt fyir framtíðina.
Gróðursetning á Ísafirði fer fram kl. 14 í Karlsárskógi, nokkuð innan við skíðaveg. Piltur og stúlka gróðursetja ásamt bæjarstjóra. Trjáplönturnar verða væntanlega allar af stofni Emblubirkis og stærð trjánna um 1.5 – 1.8 m á hæð, en af þeim stofni vaxa fönguleg tré. Á eftir verður boðið upp á kaffiveitingar og gengið verður um skóginn en hann er orðinn mjög fallegur.