A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
26.06.2015 - 07:06 | Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Áslaug Sólbjört Jensdóttir - Fædd 23. ágúst 1918 - Dáin 12. júní 2015 - Minning

Áslaug Sólbjört Jensdóttir
Áslaug Sólbjört Jensdóttir
Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918. 
Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 12. júní 2015.

Foreldrar hennar voru Ásta Sóllilja Kristjánsd., f. 6.1. 1892, d. 28.1. 1936, frá Breiðadal í Önundarf. og Jens Guðmundur Jónss., f. 6.9. 1890 d. 15.12. 1976 frá Fjallaskaga, Dýraf. Systk. Áslaugar: Jón Óskar, Jenna tvíburasystir, Sigríður, Hilmar, Kristján Svavar, Soffía Gróa og Gunnbjörn. 
Áslaug giftist 15.5. 1941 Valdimari Kristinssyni, skipstjóra og bónda, f. 4.1. 1904 að Núpi, Dýraf., d. 1.9. 2003. Foreldrar hans voru Rakel Jónasd. frá Skúfsstöðum Hjaltadal og Kristinn Guðlaugss. bóndi, Núpi, frá Þröm í Garðsárdal.
Börn Áslaugar og Valdimars:

...
Meira
26.06.2015 - 06:56 | Hildur Inga Rúnarsdóttir,mbl.is

Langamma, ég og dóttir mín

Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir sóknarprestur á Þingeyri.
Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir sóknarprestur á Þingeyri.

Þrátt fyrir að hafa haft kosningarrétt hálfa ævi mína og lesið um sögu kvenréttindabaráttunnar, í bæði grunn- og menntaskóla, gerði ég mér í raun og veru ekki almennilega grein fyrir því hversu dýrmætur sá réttur minn er. Ég hef nefnilega alltaf tekið því sem sjálfsögðu að fá að kjósa.


Ég tilheyri kynslóðinni sem ólst upp við forseti lýðveldisins væri kona og forsætisráðherra Bretlands einnig. Hvað sem hverjum kann að finnast um stjórnmálaskoðanir Margrétar Hildu Thatcher þá var hún sú erlenda stjórnmálakona, sem oftast var á skjánum í fréttatíma sjónvarpsins á níunda áratugnum.

...
Meira
26.06.2015 - 06:39 | Kristinn Jóhann Níelsson,BIB

Hátíð á Núpi laugardaginn 27. júní 2015

Séra Sigtryggur Guðlaugsson.
Séra Sigtryggur Guðlaugsson.
« 1 af 6 »

09:00 Málþing


12:30 Hádegisverður


14:00 Guðsþjónusta í Núpskirkju


15:30 Opnun sýningar, tónlistarflutningur og léttar veitingar.


16:00 Síðdegisdansleikur með tónlist áranna 1930-1960


 Á morgun, laugardaginn 27. júní 2015, verður haldin Hátíð á Núpi í Dýrafirði. Þemað er sálmaskáldið, þjóðlagasafnarinn og tónlistarfræðingurinn Sigtryggur Guðlaugsson. Hátíðin samanstendur af málþingi, guðsþjónustu, opnun sýningar og síðdegisdansleik. 

...
Meira
25.06.2015 - 18:16 | BIB,bb.is

Gönguferð um Keldudal í Dýrafirði

Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
« 1 af 2 »
Ferðafélag Ísfirðinga býður upp á gönguferð um Keldudal í Dýrafirði á laugardag, 27. júní 2015.
Þar mun Gunnhildur Björk Elíasdóttir rifja upp æskuminningar og ýmsan annan fróðleik um þennan sögustað.
Mætin er við brúna í Keldudal kl. 13 en einnig verður sameinast um bílferðir frá Bónus á Skeiði á Ísafirði kl. 12....
Meira
25.06.2015 - 10:15 | skutull.is,BIB

Bundið slitlag komið í Kerlinga- og Kjálkafjörð

Suðurverk tengir saman malbikaða kafla í Múlasveit. Ljósm.: Morgunblaðið
Suðurverk tengir saman malbikaða kafla í Múlasveit. Ljósm.: Morgunblaðið
« 1 af 2 »
Búið er að leggja bundið slitlag á nýjan veg um Kerlingafjörð og Kjálkafjörð í Múlasveit í Barðastrandarsýslu, þar sem unnið hefur verið að vegabótum og þverun tveggja fjarða síðustu tvö árin. Suðurverk hefur nú lokið við að leggja bundið slitlag á veginn og er þá búið að tengja saman malbikaða kaflann frá Vatnsfirði og suður yfir Klettháls og út í Skálanes við Kollafjörð. Þessum áfanga geta allir Vestfirðingar fagnað. Aðeins einn áfangi er eftir á leiðinni á milli Bjarkalundar og Patreksfjarðar. Vegurinn fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð fyrir Hallsteinsnes og yfir Teigskóg inn í Þorskafjörð. Þetta er hinn umdeildi kafli sem enn er í "ferli" í kerfinu....
Meira
25.06.2015 - 08:12 | BIB,Blaksamband Íslands

Strandblak 2015 - skráning í stigamót 3 á Þingeyri

Strandblak á Þingeyri.
Strandblak á Þingeyri.

 Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í Stigamót 3. sem haldið er af íþróttafélaginu Höfrungi  á Þingeyri helgina 3 – 5 júlí 2015. Mótið á Þingeyri var fyrst haldið árið 2006 og er þetta því í tíunda sinn sem það er haldið.


Þessa sömu helgi þá er hátíðin Dýrafjarðardagar og því mikið um að vera í bænum.

...
Meira
24.06.2015 - 20:56 | Agnes Sólmundsdóttir,BIB

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2015

Dýrafjarðardagar 2015
Dýrafjarðardagar 2015
« 1 af 4 »

Verðlisti:


Fullorðins armband án balls--- 3.000kr
Fullorðins armband með balli -- 5.000kr 


Barna armband (6-16 ára)---1.500k
Ballmiði við dyrnar kostar 3.000kr
Leiksýning við dyrnar kostar 2.000kr
Kirkjutónleikar við dyrnar kosta 1.500kr


Hægt verður  að nálgast armbönd í Upplýsingamiðstöðinni Koltru og einnig verður gengið í hús með þau....
Meira
24.06.2015 - 20:41 | Hallgrímur Sveinsson

Að ganga í Háskóla alþýðunnar 3. grein

Þorbergur Steinn Leifsson.
Þorbergur Steinn Leifsson.
« 1 af 2 »
Fiskiðja Dýrafjarðar hf. á Þingeyri var þróttmikið og vel rekið fyrtæki um áraraðir og var þar aðallega unninn saltfiskur. Þar unnu margir eftirminnilegir persónuleikar. Í daglegu tali manna var fyrirtækið oftast kallað Bóla. Er sú sögn til þess, að þegar það var stofnað á sjötta áratug 20. aldar á Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga, að hafa verið spurður hvernig honum litist á þennan nýja samkeppnisaðila í fiskvinnslunni. Þá svaraði hinn orðhvati Eiríkur:   “Þetta er bara bóla!”   ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31