A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
16.06.2015 - 21:48 | BIB,skutull.is

Dagskrá 17. júní 2015 í Ísafjarðarbæ

Þjóðleg stemmning.
Þjóðleg stemmning.
Á morgun 17. júní verður þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri og á Ísafirði, samkvæmt hefð. Hátíðarmessa verður í Ísafjarðarkirkju klukkan 11, þar sem vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, predikar. Eftir hádegið hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Silfutorgi 13.45. Gengið verður upp á hátíðarsvæðið á Eyrartúni, þar sem flutt verður dagskrá í tali og tónum og sérstök barnadagskrá að auki. Á Hrafnseyri verður guðsþjónusta klukkan 13, þar sem sóknarresturinn séra Hildur Inga Rúnarsdóttir prédikar. Að loknum kaffiveitingum hefst hátíðardagskrá klukkan 14.30 með ræðu Steinunnar Stefánsdóttur varaformanns Kvenréttindafélags Íslands. Þar mun Þórhildur S. Kristinsdóttir syngja lög eftir sr. Sigtrygg Guðlaugsson frá Núpi við undirleik Kristins Níelssonar. Klukkan 15 hefst Háskólahátíð á vegum Háskólaseturs Vestfjarða....
Meira
16.06.2015 - 07:55 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni 17. júní: Hver var Jón Sigurðsson? - 3. grein

Jón Guðmundsson ritstjóri, sem kallaður var skuggi Jóns Sigurðssonar. (Jón Guðmundsson var tengdasonur Önundarfjarðar).
Jón Guðmundsson ritstjóri, sem kallaður var skuggi Jóns Sigurðssonar. (Jón Guðmundsson var tengdasonur Önundarfjarðar).
« 1 af 2 »

Jón forseti var mjög vinsæll maður heima á Íslandi og má ætla að alls konar erindrekstur og endalaus fyrirgreiðsla fyrir landa hans í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, hafi átt mikinn þátt í þeim vinsældum.


   Jón Guðmundsson, ritstjóri, var nánasti fylgismaður Jón Sigurðssonar í þjóðmálabaráttunni og sá sem mest mæddi á hér heima. Hann var kallaður skuggi Jóns Sigurðssonar. En fjöldi manna um allt land voru óhvikulir stuðningsmenn hans, bæði leynt og ljóst. Þetta voru menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins: Bændur, prestar, vinnumenn, vinnukonur, verkamenn, búðarþjónar, embættismenn, húsfreyjur og námsmenn.


   Jón Sigurðsson taldi að frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn.

...
Meira
16.06.2015 - 06:28 | Kristinn Jóhann Níelsson,BIB

Hátíð á Núpi laugardaginn 27. júní 2015

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 4 »

09:00 Málþing


12:30 Hádegisverður


14:00 Guðsþjónusta í Núpskirkju


15:30 Opnun sýningar, tónlistarflutningur og léttar veitingar.


16:00 Síðdegisdansleikur með tónlist áranna 1930-1960


Laugardaginn 27. júní nk verður haldin Hátíð á Núpi í Dýrafirði. Þemað er   sálmaskáldið, þjóðlagasafnarinn og tónlistarfræðingurinn Sigtryggur Guðlaugsson. Hátíðin samanstendur af málþingi, guðsþjónustu, opnun sýningar og síðdegisdansleik. 

...
Meira
15.06.2015 - 20:15 | Blaðið - Vestfirðir,BIB

Síðasta stúdíóferð Jóns. Kr. Ólafssonar

« 1 af 2 »

Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hefur farið í sína síðustu stúdíóferð.  Jón Kr. , sem er að verða  75 ára, gerði sér ferð á dögunum til þess að taka upp eitt lag  -Besame Mucho-, sem samið var árið 1940 af mexikönskum tónlistarmanni.


 Jón Kr. sagði í samtali við blaðið Vestfirðir að hann hefði ákveðið að láta þetta verða endapunktinn á útgáfunni. Kvaðst hann vera ánægður með útkomuna. 

...
Meira
15.06.2015 - 16:26 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni 17. júní: Hver var Jón Sigurðsson? - 2. grein

Jón Sigurðsson um fimmtugt. Á hátindi ferilsins.
Jón Sigurðsson um fimmtugt. Á hátindi ferilsins.
« 1 af 2 »
2. grein

 Þau Ingibjörg bjuggu í Kaupmannahöfn allan sinn búskap og þaðan stjórnaði hann sjálfstæðisbaráttunni við Dani hátt í 40 ár. Á þeim tíma hafði enginn Íslendingur samband við jafn fjölmennan hóp landsmanna og má nefna að á söfnum landsins eru til yfir 6000 sendibréf til Jóns, sem hann varðveitti, frá um 870 bréfriturum.

   Lifibrauð sitt hafði hann af ýmsum vísindastörfum og vinnu við Árnasafn, þar sem hin fornu íslensku handrit voru varðveitt. Fræðistörf hans ein mega heita fullkomið ævistarf, enda kunni hann að skipuleggja störf sín.


   Jón var forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlaut af því viðurnefnið forseti. Forseti íslenska lýðveldisins var hann aldrei af skiljanlegum ástæðum.

...
Meira
15.06.2015 - 08:24 | Hallgrímur Sveinsson

Verkföllin: - Jón Sigurðsson og Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson.
« 1 af 2 »

„Af þessum sökum er mikilvægt að stjórnvöld bregðist ekki við reiði hjúkrunarfræðinga vegna þess í hvaða farveg deilan er komin með venjubundnum pólitískum stóryrðum eða skætingi - heldur af skynsemi. Og eitt af því sem er mikilvægt, hvað sem líður væntanlegum gerðardómi, er að strax verði hafist handa við óformlegar viðræður við forystusveit hjúkrunarfræðinga um framhaldið. Verði það ekki gert mun sárið stækka en ekki gróa.“


   Svo skrifar gamli haukurinn Styrmir Gunnarsson í blað sitt.

...
Meira
14.06.2015 - 22:49 | Hallgrímur Sveinsson

Feykilegar fannir fyrir vestan

Horft til Hrafnseyraheiðar af Brekkudal. Ljósm. H. S.
Horft til Hrafnseyraheiðar af Brekkudal. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Geysimikill snjór er enn í fjöllum víða hér fyrir vestan.
Á Hrafnseyrarheiði og þar í kring eru enn slíkar fannbreiður, 14. júní, að elstu menn muna ekki annað eins síðastliðna hálfa öld. Eru þeir þó býsna seigir að muna. Sömu sögu er að segja víða annarsstaðar, til dæmis af Dynjandisheiði og hálendinu þar í kring. 

...
Meira
14.06.2015 - 21:47 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni 17. júní: - Hver var Jón Sigurðsson? - 1. grein

Jón Sigurðsson 26 ára. Málverk Frederik Comradt.
Jón Sigurðsson 26 ára. Málverk Frederik Comradt.
« 1 af 3 »

1, grein -   
Jón Sigurðsson forseti, sem var eftirminnilegasti tímamótamaður íslenskrar sögu, fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1811 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Foreldrar hans voru prestshjónin Þórdís Jónsdóttir og séra Sigurður Jónsson. Systkini Jóns voru Margrét, húsfreyja og bóndi á Steinanesi í Arnarfirði og Jens, kennari og rektor Lærða skólans í Reykjavík. Þau voru alin upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi í heimahúsum og kennt að bjarga sér sjálf.


   Samtímamaður þeirra hjóna, séra Oddur Sveinsson, sem tók við Hrafnseyrarstað þegar þau fluttust að Steinanesi með Margréti dóttur sinni 1851, lýsir þeim svo:

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31