A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
22.06.2015 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hringurinn um Vestfirsku Alpana orðinn jeppafær

Gunnar Gísli á nýjum Payloader sínum fyrir nokkrum árum. Hemmi Gunn er að dást að tækinu. Hann sagði að svona stórt tæki hefði aldrei komið í Haukadal! Ljósm.: H. S.
Gunnar Gísli á nýjum Payloader sínum fyrir nokkrum árum. Hemmi Gunn er að dást að tækinu. Hann sagði að svona stórt tæki hefði aldrei komið í Haukadal! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Frétt úr Auðkúluhreppi:

Nú er hringvegurinn um Vestfirsku Alpana, sem sumir leyfa sér að kalla Kjaransbraut, orðinn fær.

Að sögn Gunnars Gísla Sigurðssonar hreinsaði hann fjörurnar undir Skútabjörgum og inn úr í Stapadal seinni part fyrri viku. Var vegurinn orðinn jeppafær á föstudagskvöld kl. 20,00 upp á mínútu. Talsvert var af grjóti á fjörunum sem Ægir konungur hafði kastað þangað upp í vetur að gamni sínu. En hann Gunnsi okkar var nú ekki lengi að redda því.  

Ekki þarf að taka fram að menn verða að aka þarna með gát ekki síður en annarsstaðar. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31