A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
19. júní er merkisdagur í sögu þjóðarinnar því þann dag árið 1915 fengu konur og vinnufólk kosningarétt til alþingis. Það eru því eitt hundrað ár frá þessum tímamótum. Hér á Ísafirði ætlar hópur kvenna sem kallar sig „Í kjölfar Bríetar“ í samstarfi við kvenfélögin Hvöt og Hlíf að efna til hátíðardagskrár á Ísafirði, sem hefst með kröfugöngu frá Silfurtorgi klukkan 14, þaðan sem gengið verður um bæinn með kröfuspjöld og slagorð kvennabaráttunnar. Klukkan 15 verður haldinn hátíðarfundur í Alþýðuhúsinu með fjölbreyttri dagskrá, ræðum og tónlist. 
Dagskrá 19. júní hátíðarfundar:...
Meira
18.06.2015 - 19:59 | skutull.is,BIB

Íslenski fáninn 100 ára

Flaggað fimm íslenskum fánum að Sólbakka 6 á Flateyri fyrir nokkrum árum. Ljósm.: BIB
Flaggað fimm íslenskum fánum að Sólbakka 6 á Flateyri fyrir nokkrum árum. Ljósm.: BIB
Íslenski fáninn er 100 ára gamall á á morgun, föstudaginn 19. júní 2015.
Sama dag og konungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem leiddi í lög kosningarétt kvenna, var staðfest með konungsúrskurði að Íslendingar fengu sinn eigin þjóðfána, til nota innanlands og innan landhelgi við strendur landsins, sem þá var aðeins ein sjómíla. Íslenskur þjóðfáni varð alþjóðlegur siglingafáni og fullgildur þjóðfáni með fullveldi landsins 1. desember 1918. Þríliti fáninn með hvítum krossi á bláum grunni og rauðum krossi innan í þeim hvíta, varð niðurstaðan eftir miklar og heitar umræður í landinu....
Meira
Alda Agnes Gylfadóttir - tengdadóttir fjarðarins-
Alda Agnes Gylfadóttir - tengdadóttir fjarðarins-
Áhugavert hefur verið að fylgjast með uppbyggingunni hjá Einhamar Seafood í Grindavík. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2003 af Stefáni Kristjánssyni og Helenu Söndru Antonsdóttur, hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá. Framan af var Einhamar Seafood eingöngu í útgerð en árið 2007 eignaðist fyrirtækið fiskvinnslu. Starfsmennirnir eru núna um 60 talsins, þar af í kringum 35 sem starfa í landi, og unnið er úr á bilinu 4.500 til 5.000 tonnum af afla árlega, og þá eingöngu þorski og ýsu.

 


Alda Agnes Gylfadóttir, tengdadóttir Dýrafjarðar, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

...
Meira
18.06.2015 - 15:50 | bb.is,BIB

Afmælishátíð og útskrift á Hrafnseyri

Á Hrafnseyri 17. júní 2015. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Á Hrafnseyri 17. júní 2015. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta í gær. Hátíðin hófst með guðsþjónustu þar sem séra Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknarprestur á Hrafnseyri þjónaði fyrir altari. Hátíðarræðu dagsins flutti Steinunn Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður Kvenréttindafélags Íslands. Steinnunn fjallaði m.a. um að jafnrétti kynjanna væri engan vegin náð, þó stjórnarskrá og lagaumhverfi segi svo. Skoða þurfi bæði orsakir og afleiðingar í sambandi við jafnrétti kynja og efla jafnréttisfræðslu í skólum. ...
Meira
Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 4. grein

Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur skrifaði svo (Hugvekja til Íslendinga):


„Alþingisgreinar Jóns Sigurðssonar á árunum 1841-1848 mætti allt eins flokka undir uppeldismál eins og stjórnmál. Þessar ritgerðir eru ekki aðeins einstæðar í íslenskum stjórnmálabókmenntum. Mér er til efs, hvort þær eigi sinn líka meðal sams konar rita í Norðurálfunni á þessum árum. Í ritum og ræðum borgaralegra þjóðfrelsismanna um miðja 19. öld má oft merkja falinn ótta við alþýðuna á bak við hina pólitísku trúarjátningu. Það er ölmusubragð að þeim réttindum, er frjálslyndu flokkarnir gáfu alþýðunni. Jón Sigurðsson mun aldrei hafa vanmetið leiðtogahlutverk sitt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu, en hjá honum kennir aldrei hroka gagnvart þeim, sem hann tekur forustu fyrir. Jón Sigurðsson leit ekki á almúgann sem sinnulausa atkvæðahjörð. Í alþingisritgerðum sínum hvetur hann hvern mann til að búa sig undir Alþingi, svo sem hann ætti sjálfur að verða fulltrúi, en draga sig ekki aftur úr „af smámennsku, eða sérlund, eða kvíða“. Eftir fyrsta þingið ræður hann alþýðu, en einkum kjósendum, til að hafa „gætur á fulltrúum sínum og skapa alþýðlegt álit á málunum.“ 

...
Meira
17.06.2015 - 07:03 | Hallgrímur Sveinsson

Engu skoti var hleypt af og enginn var líflátinn

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 3. grein


Svo ólíklegt sem það má nú teljast, stóðu skjalasöfn dönsku stjórnarinnar Jóni nánast opin en þar smíðaði hann vopnin í baráttu þjóðar sinnar fyrir innlendri stjórn. Þau vopn voru hvorki byssur né sverð, heldur söguleg og siðferðileg rök. Engu skoti var hleypt af í þeirri baráttu og enginn líflátinn. Danir tóku mark á sögulegum rökum og veittu Íslandi takmarkaða sjálfstjórn 1874, einmitt á þeim tíma sem önnur nýlenduveldi voru að brjóta undir sig lönd og þjóðir, sem ekkert höfðu til saka unnið. 

...
Meira
17.06.2015 - 06:57 | Hallgrímur Sveinsson

Danir og handritin

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 2. grein


Nokkrum árum eftir að Íslendingar stofnuðu lýðveldi sitt á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, afhentu þeir fyrrum hjálendu sinni þjóðargersemar hennar, handritin, sem Jón Sigurðsson hafði varið stórum hluta ævi sinnar til að rannsaka. Hér var um heimsatburð að ræða, sem er trúlega einsdæmi. Jafngildir það því að Bretar hefðu opnað British Museum og skilað til dæmis Egyptum þjóðargersemum þeirra sem þar eru varðveittar.

...
Meira
17.06.2015 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson

Danir hlustuðu á söguleg rök

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 1. grein


Það er mat okkar Íslendinga að stjórn Dana á landi okkar í aldanna rás hafi ekki verið viturleg. En framkoma þeirra við Jón Sigurðsson verður seint metin að verðleikum, enda var hann maður þeirrar gerðar, að Danir báru fyrir honum mikla virðingu. Þó ótrúlegt sé, vildu margir þeirra flest fyrir hann gera, en hann átti að sjálfsögðu einnig sína hörðu andstæðinga á þeim bæ.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31