A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
21.06.2015 - 13:58 | Hallgrímur Sveinsson

Galtómur kassi!

Matthías Guðmundsson áttræður. Ljósm.: Hulda Sigmundsdóttir.
Matthías Guðmundsson áttræður. Ljósm.: Hulda Sigmundsdóttir.

Í minningu Matthíasar Guðmundssonar í Smiðjunni á Þingeyri 

Matthías Guðmundsson í  Smiðjunni á Þingeyri var landsþekktur persónuleiki. Setti mikinn svip á umhverfi sitt. Og erlendir togaramenn margra þjóða þekktu Matthías  og hina rómuðu viðgerðarþjónustu hjá þeim feðgum á Þingeyri. Sama mátti segja um íslenska flotann og þá sem honum stjórnuðu.

   Nú var það eitt sinn á þeim árum sem niðurlæging nýsköpunartogaranna var sem mest, að útgerðarmaður nokkur fékk fyrirgreiðslu hjá Matthíasi fyrir skip sitt. Matthías var nú aldrei harður rukkari. Þó kom að því að hann tók að lengja eftir greiðslu frá kallinum. Hringdi og spurðist fyrir. Þá svaraði útgerðarmaðurinn: „Það er bara alveg galtómur kassinn hjá mér núna, Matthías minn. Ekki ein einasta króna til í honum.“

   „Á ég þá ekki bara að senda þér tíkall svo kassinn sé ekki svona galtómur,“ svaraði Matthías. Þeir sem þekktu Matthías geta alveg séð svipinn á húmoristanum í huga sér, er hann svaraði útgerðarmanninum.   

 

Hallgrímur Sveinsson.



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31