Ekki er það alveg eiðsvarið!
Við vorum að segja frá Baulhúsalandi í Arnarfirði um daginn, en Baulhús voru landsfræg fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Það hefur verið minna um það seinni árin. Og nú segja berjasérfræðingar okkar að það verði bara engin ber í ár, hvorki krækiber né aðalbláber.
Tíðindamaður Þingeyrarvefjarins var á ferð á norðurströnd Arnarfjarðar í gær í myndatökuleiðangri vegna væntanlegar bókar, sem á að vera leiðarlýsing á hringleiðinni um Vestfirsku Alpana.
...Meira