A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
09.08.2015 - 20:54 | Hallgrímur Sveinsson

Ekki er það alveg eiðsvarið!

Svona líta berin út á Baulhúsum í dag. Falleg krækiber í lófa að sjá þegar myndavélin er búin að stækka þau svolítið! Ljósm.: H. S.
Svona líta berin út á Baulhúsum í dag. Falleg krækiber í lófa að sjá þegar myndavélin er búin að stækka þau svolítið! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Við vorum að segja frá Baulhúsalandi í Arnarfirði um daginn, en Baulhús voru landsfræg fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Það hefur verið minna um það seinni árin. Og nú segja berjasérfræðingar okkar að það verði bara engin ber í ár, hvorki krækiber né aðalbláber.


    Tíðindamaður Þingeyrarvefjarins var á ferð á norðurströnd Arnarfjarðar í gær í myndatökuleiðangri vegna væntanlegar bókar, sem á að vera leiðarlýsing á hringleiðinni um Vestfirsku Alpana.

...
Meira
09.08.2015 - 09:53 | Hallgrímur Sveinsson

Hollendingarnir hjólandi

Auðvitað láðist okkur að spyrja um nöfn á þessum geðþekku hjólandi Hollendingum. Ljósm.: H. S.
Auðvitað láðist okkur að spyrja um nöfn á þessum geðþekku hjólandi Hollendingum. Ljósm.: H. S.

Mikið er um hjólreiðafólk á Vesturleið


Í sumar hefur verið mikið um puttalinga, sem kallaðir eru, á Vesturleið. Einnig er algengt að sjá fólk á reiðhjólum, að maður tali nú ekki um mótorhjólin. Þau hafa nú ábyggilega verið nokkur hundruð það sem af er.


   Í morgun hittum við hollenskt hjólreiðapar fyrir utan sjoppuna hjá henni Diddu á Þingeyri. Tókum þau aðeins tali. 

...
Meira
08.08.2015 - 06:57 | Valdimar H. Gíslason,Morgunblaðið,BIB

Eru hvalbeinin í Skrúð af stærstu skepnu sögunnar?

« 1 af 5 »
Lengsti hvalur sem Valdimar H. Gíslasoná Mýrum í Dýrafirði hefur lesið um var 33 metrar, en hann telur þó hugsanlegt að hvalbeinin í Skrúð séu af stærstu skepnu sem sögur fara af. Annan eins hvalreka hafði ekki rekið á fjörur manna á Íslandi svo vitað væri.

Á árunum 1890 til 1903 ráku Norðmenn hvalveiðistöð á Höfðaodda í Dýrafirði (sem Norðmenn kölluðu Framnes). Forstöðumaður stöðvarinnar var kapteinn Lauritz Jacob Berg frá Túnsbergi í Noregi. Séra Sigtryggur Guðlaugsson, prófastur á Núpi og stofnandi Skrúðs, segir svo frá í bók sinni um Skrúð:
...
Meira
07.08.2015 - 12:56 | BIB,Morgunblaðið

7. ágúst 2015 - Skrúður 106 ára

Skrúður í Dýrafirði.
Skrúður í Dýrafirði.
« 1 af 2 »

7. ágúst 1909


Matjurta- og skrautgarðurinn á Núpi við Dýrafjörð var formlega stofnaður og honum gefið nafnið Skrúður.
Upphafsmaðurinn, séra Sigtryggur Guðlaugsson, valdi þennan dag vegna þess að þá voru 150 ár frá því að Björn Halldórsson í Sauðlauksdal setti niður kartöflur hér á landi, fyrstur Íslendinga....
Meira
Fyrir nokkrum árum hittum við Halldór Hermannsson skipstjóra og fiskimann, vin okkar, á berjamó inni í Mjóafirði í Djúpi. Þá var mok fiskirí hjá kallinum! Ljósm.: H. S.
Fyrir nokkrum árum hittum við Halldór Hermannsson skipstjóra og fiskimann, vin okkar, á berjamó inni í Mjóafirði í Djúpi. Þá var mok fiskirí hjá kallinum! Ljósm.: H. S.
Baulhúsaland í Arnarfirði var  landsfrægt fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Fyrir all mörgum árum stundaði Jón heitinn Sigurðsson, refur á Þingeyri, berjatínslu í atvinnuskyni á Baulhúsum, ásamt Halldóru eiginkonu sinni. Seldi hann svo berin í verslunum í Reykjavík. Sendi þau suður með Fokkernum á Þingeyri. Skipti þetta mörgum tonnum á hverri vertíð hjá Rebba gamla og frú.
En nú er af sem áður var....
Meira
06.08.2015 - 13:58 | Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

6. ágúst 2015 - 114 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

Hvalveiðistöðin á Sólbakka við Önundarfjörð.
Hvalveiðistöðin á Sólbakka við Önundarfjörð.
« 1 af 2 »
5. apríl s.l. voru rétt 126 ár frá því Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.
Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf....
Meira
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
„Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum“ nefnist málstofa sem haldin verður á Hrafnseyri laugardaginn 8. ágúst 2015, klukkan 13. Þar verða haldin fjölmörg erindi um fornleifarannsóknir á Vestfjörðum og viðfangsefni minjavörslunnar. Málstofan er öllum opin og gefst Vestfirðingum og öðrum gestum tækifæri til að fræðast um rannsóknir sem fram hafa farið síðustu ár, fólkið sem stendur að þeim og að heyra um niðurstöður rannsóknanna. Þannig fáum við meiri innsýn í líf forfeðra okkar hér á svæðinu. Eftir hvern fyrirlestur gefst fólki tækifæri til þess að spyrja spurninga sem vakna um efni þeirra. Málstofan er haldin á vegum Safns Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri og Náttúrustofu Vestfjarða Bolungarvík, í samvinnu við Minjastofnun Íslands og Fjórðungssambands Vestfirðinga....
Meira
06.08.2015 - 06:29 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:

Afli Þingeyrarbáta í júlí

Egill ÍS 77 á siglingu í Dýrafirði.   Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.
Egill ÍS 77 á siglingu í Dýrafirði. Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.
Egill  ÍS 77   1990         dragnót           243,433 tonn í17 sjóferðum
 
Hulda           6242  handfæri                  3,548   tonn  "  7       "
Imba             7121       "                        3,365      "     " 7      "
Bára              7415       "                        2,137     "     " 4      "
Pálmi             6911       "                       1,646     "     "  5      "
Bibbi Jóns      2317      "                         0,672     "     "  1     "
Dýrfirðingur   1730      "                         0,285     "     "   1    "
Rakel            2082       "                        0,240     "     "   1     "
Sóldögg         7352         "                     0,239     "      "   1     "...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31