Frétt dagsins - Víða sér á kartöflukáli í Dýrafirði
Meira
Lýður Árnason er einn af þeim læknum sem nota óhefðbundnar lækningar þegar svo ber undir. Þannig segja gárungarnir á Flateyri, þar sem Lýður hefur haft búsetu, að þegar allt um þraut hafi Lýður vísað mönnum á Veitingahúsið Vagninn með resept. Það ku víst hafa borið árangur í þó nokkrum tilfellum.
Svo var það nýlega að hún Guðrún mín átti erindi til Lýðs.
...Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson
1. grein
Eftir lauslega athugun er hvorki að sjá að við Íslendingar höfum tekið okkur fyrir hendur að gera alþýðlegan né fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða og má merkilegt kalla, jafnvel með ólíkindum. Má þó vera að einhver hafi komið því í verk. Margar þjóðhetjurnar börðust fyrir frelsi landa sinna á vígvelli og síðan ekki söguna meir. Þegar því verki lauk fóru flestir þeirra heim og lögðu sig ef svo óvirðulega mætti komast að orði.
...Áróður
Gunnar Ólafsson á Bíldudal, sem kallaður var reddari, var um tíma verkstjóri í frystihúsinu á Bíldudal. Gunnar og æringinn Jóhannes bróðir hans voru einlægir framsóknarmenn og keyptu að sjálfsögðu Tímann. Gunnar tók upp á því, starfsfólki til ánægju, að koma með blaðið á kaffistofuna, er það hafði verið lesið á heimilinu. Annar starfsmaður á staðnum, sem var kaupandi Morgunblaðsins, gerði þá slíkt hið sama og skorti nú lítið á fréttir og frásagnir stórblaða í kaffitímum fyrir þá er áhuga höfðu á þeim efnum.
...Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri var stofnað árið 1913. Þetta fyrirtæki var landsþekkt á sínum tíma og er enn. Ekki nóg með það. Hróður fyrirtækisins barst víða um lönd, ekki síst til Bretlands þar sem flestir togaraeigendur og sjómenn þeirra (Tjallarnir) þekktu smiðjuna á Þingeyri og þá smiðjufeðga, Guðmund og son hans Matthías. Þeir voru báðir einstakir menn, hvor á sinn hátt. Smiðjan, sem er sjálfseignarstofnun, hefur nú verið gerð að safni, undir umsjón Byggðasafns Vestfjarða . Safnvörður í Smiðjunni er Þórir Örn Guðmundsson, nafnkunnur Dýrfirðingur. Við litum snöggvast inn til hans.
Hvernig hefur aðsóknin verið í sumar, Þórir?
...