12.08.2015 - 21:14 | Hallgrímur Sveinsson
Mikil aðsókn á tjaldsvæðið á Þingeyri
Fjölsóttir staðir fyrir vestan 1.
Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, fræðir okkur á því að mikil aðsókn hafi verið á tjaldsvæðið hjá þeim í sumar. Tjaldsvæðið er staðsett við Íþróttamiðstöðina og er því þjónað þaðan. Þar er öll venjuleg aðstaða sem tíðkast á slíkum stöðum. Vatn, rafmagn, þvottavél og bara nefndu það. Umhverfis tjaldsvæðið er fallegur trjágróður sem veitir mjög gott skjól.
Gestir og gangandi sjá glögglega að þar er snyrtimennska í hávegum höfð. Það er auðvitað eitt af grundvallaratriðum í slíkri þjónustu.
Og ekki síður að fólk finni að það er velkomið. Þá kemur það aftur. Það er bara þannig.
Hallgrímur Sveinsson.