A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
12.08.2015 - 21:14 | Hallgrímur Sveinsson

Mikil aðsókn á tjaldsvæðið á Þingeyri

Monika Kristjánsdóttir er einn af eftirlitsmönnum á tjaldsvæðinu. Hér er hún í fullum skrúða ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, sem er Dýrfirðingur  af aðalsættum eins og allir vita. Hún er með fullar hendur fjár og þykist vera að borga Moniku. Bara leikræn tilþrif! Ljósm.: H. S.
Monika Kristjánsdóttir er einn af eftirlitsmönnum á tjaldsvæðinu. Hér er hún í fullum skrúða ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, sem er Dýrfirðingur af aðalsættum eins og allir vita. Hún er með fullar hendur fjár og þykist vera að borga Moniku. Bara leikræn tilþrif! Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »

Fjölsóttir staðir fyrir vestan 1.

Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, fræðir okkur á því að mikil aðsókn hafi verið á tjaldsvæðið hjá þeim í sumar. Tjaldsvæðið er staðsett við Íþróttamiðstöðina og er því þjónað þaðan.  Þar er öll venjuleg aðstaða sem tíðkast á slíkum stöðum. Vatn, rafmagn, þvottavél og bara nefndu það. Umhverfis tjaldsvæðið er fallegur trjágróður sem veitir mjög gott skjól.

Gestir og gangandi sjá glögglega að þar er snyrtimennska í hávegum höfð. Það er auðvitað eitt af grundvallaratriðum í slíkri þjónustu.

Og ekki síður að fólk finni að það er velkomið. Þá kemur það aftur. Það er bara þannig. 


Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30