A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
10.08.2015 - 06:55 | Hallgrímur Sveinsson

Mjög algengt að pör hjóli saman á Vestfjörðum

 Joe Gromala og Susan Wolthuis í Arnarfirði. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.
Joe Gromala og Susan Wolthuis í Arnarfirði. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.

Það virðist bara vera mjög „inn“ fyrir pör að ferðast saman á reiðhjólum á Vestfjörðum. Á ferð okkar um norðurströnd Arnarfjarðar í gær hittum við rétt eitt hjólaparið. Þau voru að svala sér á hinu stórkostlega íslenska lindarvatni úr Krákudalsánni innan Álftamýrar. Af eðlislægri forvitni tókum við þetta elskulega hjólreiðafólk tali.

    Merkilegt nokk sagðist konan vera hollensk, eins og hjólaparið sem við hittum í gær og heita Susan Wolthuis. Hann var aftur frá Bandaríkjunum og heitir Joe Gromala. Þau sögðust hafa verið á hjólaferðalagi í 17 daga og ætluðu nú að hjóla fyrir Nes sem við köllum. Voru bara með vegakort. Vissu greinilega lítið um aðstæður á svæðinu.  Hvar er næsti bær? Þarf að fara yfir fleiri óbrúaðar ár? Er vegurinn svona?  Höfðu þó einhverjar hugmyndir um að stundum þyrfti að sæta sjávarföllum.


   Íslendingar eiga mikið verk óunnið í ferðaþjónustu. Það gengur ekki að láta bara græðgina stjórna sér. Nú þarf að skilgreina náttúruperluna Ísland. Tala við hvern einasta ferðamann sem ferðast um landið á eigin vegum. Leiðbeina þeim. Enginn yrði fegnari en þeir. Stýra þeim af lagni og festu. Til þess þarf uppbyggingu af ýmsu tagi og persónulega þjónustu. Til að standa undir henni verða stjórnvöld að innheimta aðgangseyri að Íslandi. Fimm  þúsund krónur á hvern einasta erlenda ferðamann sem kemur gagngert til að njóta og skoða landið okkar er lágmark. Og þá upphæð munu flestir erlendir ferðalangar greiða með ánægju við komuna til landsins. Upphæðina má svo hækka ef þörf krefur. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31